Fréttir: 2023

20.9.2023 : Dulin virkni Eurovision

Síðasta Vísindakaffið þann 27. september verður tekin fyrir hin sívinsæla Eurovision keppni, en Baldur Þórhallsson prófessor við HÍ og Hera Melgar Aðalheiðardóttir MA í alþjóðasamskiptum, munu fjalla um dulda virkni Eurovision. Vísindakaffið er haldið í Bóksasamlaginu Skipholti 19 og hefst klukkan 20:00.

Lesa meira

19.9.2023 : Heilahreysti alla ævi: Hvað getur þú gert?

María Kristín Jónsdóttir taugasálfræðingur mun fjalla vítt og breitt um heilahreysti á Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 26. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu Skipholti 19.

Lesa meira

19.9.2023 : Hvernig getum við eflt norrænan tungumálaskilning?

Í gær, mánudaginn 18. september, hófst ráðstefna á vegum Nordplus. Norræn tungumál verða í brennidepli á ráðstefnu sem haldin verður á vegum Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, 18.-20. september í Hveragerði. Þar munu leiða saman hesta sína fulltrúar allra sem starfa að miðlun og kennslu norrænna tungumála, en einnig þau sem leggja áherslu á rannsóknir og eflingu opinberra minnihlutatungumála á Norðurlöndunum, og er markmiðið að koma á fót samstarfsverkefnum milli landanna.

Lesa meira

18.9.2023 : Geta tölvur skapað? Spjall um skapandi gervigreind

Fyrsta Vísindakaffi Rannís verður tileinkað gervigreind en Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands mun fjalla um hana 25. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Lesa meira

15.9.2023 : Framlengdur umsóknarfrestur í Jules Verne, vísinda- og tæknisamstarf Íslands og Frakklands

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfssamningsins. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 1. október 2023. 

Lesa meira

15.9.2023 : Auglýst eftir umsóknum í Innviðasjóð

Hlutverk sjóðsins er uppbygging rannsóknainnviða á Íslandi.  Umsóknarfrestur rennur út þann 1. nóvember 2023, kl. 15:00.

Lesa meira

12.9.2023 : Nýtt myndband Creative Europe um þátttöku Íslands

Creative Europe kvikmynda og menningaráætlun ESB hefur gefið út myndband sem sýnir yfirlit kvikmynda og menningarverkefna áætlunarinnar með íslenskri þátttöku síðastliðin 7 ár. 

Lesa meira

12.9.2023 : Óskað eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir framúrskarandi vísindamiðlun

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt á Vísindavöku 2023 sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 30. september. Viðurkenningin verður afhent við opnun Vísindavöku kl. 13:00.

Lesa meira

8.9.2023 : Vaxtarsproti ársins er Hopp

Fyrirtækið Hopp hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afhenti Vaxtarsprotann í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal þann 7. september síðastliðinn. 

Lesa meira

7.9.2023 : Spennandi vefstofur framundan

Við hlökkum til að taka á móti umsóknum um fjölbreytt verkefni í Erasmus+ og ESC. Þann 4. október nk. kl. 10 að íslenskum tíma rennur út frestur til að sækja um styrki til fjölbreyttra verkefna í Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC).

Lesa meira

7.9.2023 : Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna verður haldin á vegum framkvæmdastjórnar ESB 26.-28. september nk. í tengslum við vinnuáætlun Horizon Europe á sviði matvælaframleiðslu, lífhagkerfis, náttúruauðlinda, landbúnaðar og umhverfismála.

Lesa meira
Annika-og-Agust-undirritun-Faereyjar

5.9.2023 : Aukin áhersla á vestnorrænt samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar með samningi við Færeyjar

Rannís og Rannsóknaráð Færeyja hafa gert með sér samkomulag um að styrkja samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar á milli landanna tveggja.

Lesa meira

5.9.2023 : NordForsk rannsóknaverkefni á sviði grænna umskipta

Á vegum NordForsk hefur verið opnað fyrir umsóknir um verkefnastyrki innan Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á sviði grænna umskipta. Umsóknarfrestur er til 5. desember 2023.

Lesa meira

5.9.2023 : Þriðja verkefnið undir íslenskri forystu hlýtur úthlutun úr LIFE

Á dögunum skrifuðu Íslensk nýorka, Eimur, Vestfjarðastofa og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra undir samning vegna 225 milljóna króna (1,5 milljónir evra) styrks úr LIFE, umhverfis- og loftlagsáætlun Evrópusambandsins.

Lesa meira
Miriam-mynd-med-grein

30.8.2023 : Miriam Petra Ómarsdóttir Awad og Rannís bæði tilnefnd til norrænna inngildingarverðlauna

Miriam Petra, sérfræðingur hjá Rannís, er tilnefnd í flokki brautryðjanda sem hafa stuðlað að fjölbreytileika, jafnrétti, inngildingu og réttinum að tilheyra í sínum samfélögum. Rannís er tilnefnt í flokki fyrirtækja og stofnana sem fjölbreyttur vinnustaður þar sem allar raddir fá að heyrast, starfsfólk hefur jöfn tækifæri, dafnar og er metið að verðleikum.

Lesa meira

29.8.2023 : Námskeið um ungmennaskipti fyrir íþróttafélög og aðrar stofnanir

Námskeiðið er um ungmennaskipti í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar og er fyrir íþróttafélög, íþróttahreyfingar, íþróttasamtök. Námskeiðið fer fram þann 12. september næstkomandi.

Lesa meira

29.8.2023 : Auglýst eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð. Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er 16. október 2023 klukkan 15:00.

Lesa meira

25.8.2023 : Rannís í Vestmannaeyjum - Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.

Lesa meira

25.8.2023 : Opið er fyrir umsóknir um Nordplus undirbúningsheimsóknir

Umsóknarfrestur um undirbúningsstyrki í Nordplus Junior, leik- grunn- og framhaldsskólastig, Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla og Nordplus Sprog, norræn tungumál er 2. október 2023. 

Lesa meira

24.8.2023 : Auglýst eftir umsóknum í Íþróttasjóð 2024

Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00, mánudaginn 2. október 2023.

Lesa meira

21.8.2023 : Vel heppnaður kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís stóðu fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 16. ágúst síðastliðinn. 

Lesa meira

21.8.2023 : Auglýst eftir umsóknum um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna

Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna á árinu 2023. Umsóknarfrestur er 2. október 2023 kl. 24:00.

Lesa meira

17.8.2023 : Auglýst eftir umsóknum um námsorlof kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2024-2025. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en 6. október næstkomandi, kl. 15:00.

Lesa meira

16.8.2023 : Velkomin á Nordplus Café!

Þann 28. ágúst næstkomandi kl. 12:00 verður rafrænn upplýsingafundur haldinn um næsta umsóknarfrest í Nordplus en þá verður hægt að sækja um styrk til að fara í undirbúningsheimsóknir. 

Lesa meira

16.8.2023 : Orkuskipti - CET samfjármögnun 2023

Auglýst er eftir umsóknum tengdum orkuskiptum. Bendum einnig á margskonar viðburði og fundi tengda kallinu.

Lesa meira

16.8.2023 : Auglýst eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er 5. október 2023, kl. 15:00.

Lesa meira

15.8.2023 : Baráttan er ekki búin og við erum hér til að hjálpa

Landskrifstofu Erasmus+ var heiður að taka þátt í hápunkti Hinsegin daga 2023, Gleðigöngunni, þann 12. ágúst. Sólin skein skært og fjölmenni var í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. En þó að Hinsegin dögum sé lokið er vert að hafa í huga yfirskrift þeirra allt árið um kring: Baráttan er ekki búin. Hún heldur áfram svo lengi sem misrétti fyrirfinnst í samfélaginu og til að leggja henni lið eru ýmsir styrkir í boði. 

Lesa meira

14.8.2023 : Listamannalaun 2024

Tilgangur listamannalauna er að efla listsköpun í landinu. Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, 2. október 2023.

Lesa meira

14.8.2023 : Auglýst eftir umsóknum í Sviðslistasjóð

Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnusviðslistahópa 2024/25. Umsóknarfrestur er til 2. október 2023 kl. 15:00

Lesa meira

14.8.2023 : Auglýst eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð

Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs. Umsóknarfrestur er til 15. september 2023 kl. 15:00

Lesa meira

11.8.2023 : Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð

Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum  Sproti, Vöxtur  og  Markaður. Umsóknarfrestur er 15. september 2023, kl. 15:00.

Lesa meira
Fyrirtækjastyrkur Fræ

10.8.2023 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 24. ágúst næstkomandi verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Lesa meira

10.8.2023 : Framkvæmdadagar Horizon 2023

Í tilefni framkvæmdadaga Horizon (Horizon Implementations Days) er boðið upp á þrjá fundi á netinu í október næstkomandi.

Lesa meira

28.7.2023 : Smástyrkir fyrir ungt fólk 2023

Er þitt félag eða þinn hópur að hugsa um að halda lítinn viðburð eða framkvæma stutt verkefni í haust? Hvort sem það er gestafyrirlestur, pizzupartý eða pílumót getur þú sótt um allt að 200.000 kr. í styrk!

Lesa meira
Logo Tækniþróunarsjóða og textinn kynningarfundur

4.7.2023 : Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð og skattfrádrætti

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarkostnaðar miðvikudaginn 16. ágúst kl. 8:30-10:00 í fundarsalnum Hyl, 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Lesa meira

30.6.2023 : SALTO-verðlaunin 2023

Vilt þú vinna 700 evrur, fá umfjöllun um verkefnið þitt á kynningarrás SALTO og ferðast til Póllands í október? SALTO-verðlaunin eru árlega veitt framúrskarandi verkefni sem hafa hlotið styrk frá Erasmus+ eða European Solidarity Corps á sviði æskulýðsstarfs, menntunar eða þjálfunar. 

Lesa meira
ECML-mynd-med-frett

28.6.2023 : Tungumálakennsla sem grunnur að lýðræði

Hefur þú áhuga á að taka þátt í evrópsku samstarfi á sviði tungumála og tungumálakennslu? Kynntu þér samstarf á vegum Miðstöðvar evrópskra tungumála og taktu þátt í að þróa tungumálakennslu til framtíðar. 

Lesa meira

28.6.2023 : Opið fyrir umsóknir um Evrópumerkið / European Language Label 2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og barnamálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning fyrir 2023 verði veitt í október. 

Lesa meira

28.6.2023 : Vinningshafar European Heritage Awards/evrópsk menningararfleifð

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Europa Nostra veittu þann 13. júní 2023 European Heritage Awards/Europa Nostra Award til 28 aðila frá 20 löndum.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica