Veist þú hvað "cascade" fjármögnun er?

21.11.2023

Cascade fjármögnun er ákveðin aðferð Evrópusambandsins til að dreifa opinberu fé og skapa tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til að innleiða eða þróa t.d. stafræna tækni.

Í samanburði við þá Evrópustyrki sem við þekkjum best, eru Cascade styrkir frekar lágar upphæðir (50.000 - 150.000 evrur) og til skemmri tíma. Þetta eru samkeppnisstyrkir sem geta t.d. nýst til þess að gera framkvæma prófanir, fá aðgang að prófunaraðstöðu eða annarri þjónustu, hefja innleiðingarferli eða til að auka umfang verkefnis með þátttöku nýrra samstarfsaðila.

Markmiðið er að einfalda umsýsluferlið sem fyrirtæki standa frammi fyrir og fá hraðari aðgang að fjármagni.

Þau sem vilja kynna sér betur möguleika Cascade styrkja í upplýsingatækni, geta skráð sig á rafrænan upplýsingadag sem spænska ráðgjafafyrirtækið Sploro stendur fyrir þann 30. nóvember næstkomandi milli kl. 9:00 -10:30.

Skráning 

Tilgangur upplýsingadagsins fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og verða þrjú slík verkefni sérstaklega kynnt: NGI Sargasso, Fidal, og TrialsNet.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica