Fréttir: nóvember 2024

27.11.2024 : Betri umönnun nær heimili: Efling grunn- og samfélagsþjónustu

Samfjármögnunin umbreyting heilbrigðisþjónustu (Transforming health and care systems) hefur auglýst kall: Betri umönnun nær heimili (e. Better care closer to home: Enhancing primary and community care).

Lesa meira

26.11.2024 : Opið fyrir umsóknir í Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla 2025

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2025 kl. 15:00. Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sjóðurinn styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og aðalnámskrá.

Lesa meira

25.11.2024 : Vefstofa fyrir umsækjendur í leiðangra (Missions) Horizon Europe

Vefstofan verður haldin 6. desember frá klukkan 9:00 - 11:40 að íslenskum tíma. Umfjöllunarefnið er áskoranir og sérkenni frá sjónarhóli umsækjenda.

Lesa meira

19.11.2024 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2025

Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2025. Alls munu fimm milljarðar evra renna til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu, þar af hátt í 16 milljónir evra sem renna til Íslands með beinum hætti. 

Lesa meira

18.11.2024 : Evrópska samfjámögnunin á sviði sniðlækninga (European Partnership for Personlised Medicine) forauglýsir annað kall áætlunarinnar

Yfirskrift kallsins er lyfjaerfðafræðileg nálgun á sniðlækningar (Pharmacogenomic Strategies for Personalised Medicine, EP PerMed JTC2025) og er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir um miðjan desember 2024.

Lesa meira

18.11.2024 : Ertu nýliði í Horizon Europe, LIFE eða Digital Europe verkefni?

Rannís stendur fyrir fundi fyrir nýliða í húsnæði sínu Borgartúni 30 þann 26. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
Mynd-med-grein-etwinning

15.11.2024 : eTwinning á Íslandi leitar að nýjum sendiherrum

Rannís leitar að kennurum í leik-, grunn- eða framhaldsskólum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar frá og með 2025. Sendiherrar stuðla að framþróun eTwinning, veita kennurum ráðgjöf, halda kynningar og taka þátt í netverkum á norrænum og evrópskum vettvangi.

Lesa meira

15.11.2024 : Námskeið í Norðurlandamálum - nýtt tækifæri í Nordplus!

Nordplus Norræna tungumálaáætlunin hefur kynnt nýjan verkefnaflokk fyrir 2025: Námskeið í Norðurlandamálum. Markmiðið er að efla nám og kennslu í Norðurlandamálum. Styrkir eru í boði fyrir fjölbreyttar stofnanir, þar á meðal háskóla, skóla, félagasamtök og fyrirtæki, sem skipuleggja námskeið fyrir háskólanema, kennaranema og menntaða kennara. Sérstök áhersla er lögð á skandinavísku málin: dönsku, norsku og sænsku.

Lesa meira

13.11.2024 : Rafrænn kynningarfundur um Nordplus

Næsti umsóknarfrestur fyrir áhugasama umsækjendur um verkefnastyrk Nordplus er 3. febrúar 2025 og því verður haldinn kynningarfundur á Teams þann 26. nóvember 2024 kl. 13:00-14:00. 

Lesa meira
Visindakako-Bokasafn-Kopavogs-16.11.24

11.11.2024 : Vísindakakó fyrir forvitna krakka á Bókasafni Kópavogs 16. nóvember

Vísindakakó er viðburður fyrir forvitna krakka sem vilja eiga beint samtal við vísindafólk, heyra hvað það er að rannsaka og hvernig það er að starfa í vísindum.

Lesa meira

11.11.2024 : Creative Europe styrkir bókaútgefendur

Styrkir eru veittir til bókaútgefenda til þýðinga, dreifingar og kynningar á evrópskum bókmenntum. Umsóknarfrestur er til 11. febrúar 2025.

Lesa meira

9.11.2024 : Creative Europe Media köll ársins 2025

Creative Europe auglýsti þann 1. október eftir umsóknum. Umsóknarfrestir eru mismunandi og mikilvægt að kynna sér umsóknargögn vel.

Lesa meira
IMG_7023

8.11.2024 : Norrænir eTwinning sendiherrar styrktu samstarf í Reykjavík – Borgaravitund og evrópsk gildi í brennidepli

Árleg norræn ráðstefna eTwinning sendiherra var haldin í Reykjavík dagana 5.-7. nóvember 2024, þar sem 36 kennarar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að ræða borgaravitund og evrópsk gildi. Ráðstefnan innihélt fjölbreytt erindi, heimsókn í eTwinning skóla og umræðufundi um framtíð eTwinning, þar sem áhersla var lögð á samspil við Erasmus+ og þróun starfs sendiherranna.

Lesa meira
Hvatningarverdlaun_tilnefningar_oskast

4.11.2024 : Óskað eftir tilnefningum fyrir Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2025

Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 1. desember 2024.

Lesa meira
NORDPLUS-Keyboard-button

1.11.2024 : Opið er fyrir umsóknir í Nordplus 2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023-2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2025 er að efla hæfni og þekkingu til að styrkja samkeppnishæfni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2025.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica