Opið fyrir umsóknir í Digital Europe

22.11.2023

Þann 21. nóvember sl. opnaði fimmta umferð Digital Europe áætlunarinnar og er umsóknarfrestur 21. mars 2024.

Heildarupphæð úthlutunarinnar verður 42 miljónir evra og að þessu sinni er hægt að sækja um á þremur sviðum netöryggismála og stafrænnar hæfni: 

  • Specialised education programmes in key capacity areas
  • Advanced Digital Skills Analysis
  • Cybersecurity Skills Academy

Fyrir hverja?
Þessi úthlutun DEP er sérstakega fyrir aðila sem starfa innan háskóla- og rannsóknarsamfélagsins, en einnig er tekið fram að tækifæri séu fyrir upplýsingatæknifyrirtæki í nýsköpun og þróun. Mikilvægt er að hafa í huga að iðulega er farið fram á 50% mótframlag styrkþega í DEP.

Nánari upplýsingar

Upplýsingadagur um opna styrki í Digital Europe verður 12. desember 2023

Áhugasamir eru hvattir til að taka þátt í rafrænum upplýsingadegi sem haldinn verður þann 12. desember 2023. Upplýsingadagurinn er tvískiptur, fyrir hádegi milli klukka 8:30 – 10:30 og eftir hádegi milli kl. 13:00 – 15:00. 
Skráning á upplýsingadag

Nánari upplýsingar um Digital Europe áætlunina veitir Sigþrúður Guðnadóttir – sigthrudur.gudnadottir@rannis.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica