Úthlutun úr Menntarannsóknasjóði 2023

22.12.2023

Mennta- og barnamálaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Menntarannsóknarsjóði. Sótt var um tæpar 342 m.kr. og hlutu sex rannsóknarverkefni styrk að heildarupphæð 157,7 m.kr.

  • Menntarannsoknasjodur-2023-hopmynd-1-allir

Markmið Menntarannsóknasjóðs er að styrkja stoðir hagnýtra menntarannsókna sem skapa og miðla þekkingu á viðfangsefnum skóla- og frístundastarfs sem leiða til umbóta í námi og kennslu og stuðla að farsæld barna og ungmenna. Lögð er sérstök áhersla á að efla samstarf rannsakenda við fagfólk í skóla- og frístundastarfi og styðja við framkvæmd menntastefnu 2030.

  • Freyja Hreinsdóttir fyrir verkefnið Kennsluefni í stærðfræði: framboð á Norðurlöndum og þarfir framhaldsskóla, 11,6 m.kr.
  • Hermína Gunnþórsdóttir fyrir verkefnið Að tala og læra íslensku í skólum, 30,9 m.kr.
  • Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir fyrir verkefnið Farsældarlögin í þremur sveitarfélögum: Innleiðing, framkvæmd og samsköpun þekkingar þvert á landamæri fagstétta, skólastiga og frístundastarfs, 31,2 m.kr.
  • Jóhanna Thelma Einarsdóttir fyrir verkefnið LANIS Skimunarlisti, 23,6 m.kr. Verkefnið snýr að þróun skimunartækis sem foreldrar eða leikskólakennarar geta nýtt til kanna málfærni barna á aldrinum þriggja ára.
  • Anna Kristín Sigurðardóttir fyrir verkefnið Sjálfbær starfsþróun kennara til að auka gæði náms og kennslu í íslensku og raungreinum með aðstoð myndbandsupptöku í kennslustundum, 29,4 m.kr.
  • Sigríður Ólafsdóttir fyrir verkefnið Kennsluleiðbeiningar með námsorðaforða: Innleiðing lista yfir íslenskan námsorðaforða og gæðatexta með námsorðaforða í læsismenntun grunnskólanema, 30,9 m.kr.

Styrkir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hinu húsinu í gær. Um er að ræða aðra úthlutun úr sjóðnum en fyrsta úthlutun nýs Menntarannsóknasjóðs var í desember 2021.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Upphæðir geta breyst við samningagerð.

Heimasíða Menntarannsóknasjóðs.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica