Fréttir: 2020

Vinnustadanamssjodur

8.4.2020 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Vinnustaðanámssjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð og er umsóknarfrestur til 20. nóvember 2020, kl. 16:00.

Lesa meira

8.4.2020 : Nýsköpunarsjóður námsmanna opnar fyrir nýjar umsóknir

Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna ákveðið að opna fyrir nýjar umsóknir frá og með miðvikudeginum 8. apríl. Umsóknarfrestur verður til 4. maí nk.

Lesa meira

7.4.2020 : Tækniþróunarsjóður flýtir úthlutunum ársins

Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs ákveðið að flýta öllum úthlutunum sjóðsins á árinu, í samráði við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Sjóðurinn heyrir undir ráðherra og hafa stjórnvöld, sem hluti af aðgerðum til að örva atvinnulífið, aukið fjármagn til sjóðsins um 700 milljónir króna á þessu ári.

Lesa meira

7.4.2020 : Umsóknafrestur í Innviðasjóð framlengdur til 20. maí

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest Innviðasjóðs sem vera átti 21. apríl til 20. maí vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

6.4.2020 : Páskakveðja

Kæru viðskiptavinir Rannís. Við óskum ykkur og fjölskyldu ykkar gleðilegra páska.

Við minnum á að vegna Covid-19 er tímabundið lokað fyrir komur á skrifstofu okkar. Við viljum þó aðstoða viðskiptavini okkar eins og kostur er. Unnt er að hafa samband við starfsmenn á skrifstofutíma milli 9-16, en netföng og bein símanúmer þeirra er að finna undir vefslóðinni: www.rannis.is/starfsemi/starfsmenn

Eins er hægt að senda tölvupóst á rannis@rannis.is eða hringja í síma 515 5800.

Gerlis Fugmann

1.4.2020 : Gerlis Fugmann ráðin nýr framkvæmdastjóri IASC

Gerlis Fugmann hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC). Hún hefur víðtæka starfsreynslu, hefur tekið þátt í rannsóknastarfi á norðurslóðum í meira en áratug og hefur mikla innsýn í málefni norðurslóða. Þá hefur hún unnið með vísindamönnum, alþjóðastofnunum og hagsmunaaðilum á heimskautssvæðinu og haft yfirumsjón með stórum verkefnum, viðburðum og fundum.

Lesa meira
Arctic_nov2019

26.3.2020 : Vísindavika norðurslóða á netinu hefst föstudaginn 27. mars

Ráðstefnan Vísindavika norðurslóða 2020 verður haldin í streymi á netinu 27. mars - 2. apríl. Í ljósi þess að ráðstefnan hefur verið flutt á netið, er hér að finna upplýsingar til að auðvelda aðgengi að fundum og fyrirlestrum.

Lesa meira

26.3.2020 : Æskulýðssjóður fyrri úthlutun 2020

Æskulýðssjóði bárust alls 15 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 17. febrúar 2020. Sótt var um styrki að upphæð 13.224 þúsund. 

Lesa meira

26.3.2020 : Opnað fyrir þátttöku í 45 nýjum COST verkefnum

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp alþjóðleg samstarfsnet rannsókna og nýsköpunar á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.

Lesa meira

24.3.2020 : Starfsemi Rannís er enn í fullum gangi en lokað er fyrir komur á skrifstofu

Rannís hefur lokað tímabundið fyrir komur á skrifstofu sína að Borgartúni 30 vegna útbreiðslu COVID-19.

Lesa meira

19.3.2020 : Styrkir úr Tónlistarsjóði 2020

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2020.

Lesa meira

18.3.2020 : Umsóknafrestur í æskulýðshluta Erasmus+ framlengdur til 7. maí

Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu og þeirra miklu áhrifa sem hún hefur á umsækjendur í Erasmus+ hefur Framkvæmdastjórn ESB ákveðið að framlengja umsóknarfrest fyrir alla flokka í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps frá 30. apríl nk. til 7. maí kl. 10 að íslenskum tíma.

Lesa meira

18.3.2020 : Alls bárust 212 umsóknir í Loftlagssjóð

Fyrsti umsóknarfrestur í Loftslagssjóð rann út þann 30. janúar. Alls bárust 212 umsóknir í sjóðinn að upphæð um 1.3 milljarðar. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði úr sjóðnum í maí, þar sem fagráð er enn að störfum. 

Lesa meira

17.3.2020 : Tilkynning vegna framlengdra umsóknarfresta Horizon 2020

Ákveðið hefur verið að framlengja flestum umsóknarfrestum Horizon 2020 sem vera áttu milli 16. mars og 15. apríl vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

16.3.2020 : Umsóknarfrestur samstarfsverkefna í menntahluta Erasmus+ framlengdur til 23. apríl

Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu og þeirra miklu áhrifa sem hún hefur á umsækjendur í Erasmus+ hefur Framkvæmdastjórn ESB ákveðið að umsóknarfresturinn um samstarfsverkefni menntahlutans sem átti að vera þann 24. mars næstkomandi verði framlengdur til 23. apríl kl. 10 að íslenskum tíma (kl. 12 á hádegi að belgískum tíma).  

Lesa meira

14.3.2020 : Tilkynning til Erasmus+ styrkþega vegna Covid-19 kórónaveirunnar

Útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur eðlilega vakið upp spurningar meðal verkefnisstjóra og einstaklinga sem hlotið hafa styrk úr Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC). Af því tilefni vill Landskrifstofa koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri varðandi ferðir þátttakenda sem nú eru í gangi eða framundan eru í þessum áætlunum.  

Lesa meira
Arctic_nov2019

12.3.2020 : Vísindavika Norðurslóða 2020

Ráðstefnan Vísindavika norðurslóða 2020 sem haldin verður á Akureyri 27. mars - 2. apríl n.k. verður eingöngu aðgengileg þátttakendum í streymi á netinu. 

Lesa meira

10.3.2020 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði, en hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 21. apríl 2020, kl. 16:00.

Lesa meira

5.3.2020 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna

Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.

Lesa meira
Jafnréttissjóður

27.2.2020 : Kynningarfundur um starfsemi og viðfangsefni Jafnréttissjóðs Íslands

Rannís og stjórn Jafnréttissjóðs Íslands boða til kynningarfundar um starfsemi og viðfangsefni sjóðsins, mánudaginn 2. mars nk. kl. 16:00-17:00.

Lesa meira

27.2.2020 : Aukið fylgi almennings við listamannalaun

Meiri­hluti lands­manna er fylgj­andi því að ríkið greiði lista­mönn­um starfs­laun og hef­ur stuðning­ur við laun­in farið úr 39% í 58% á und­an­förn­um ára­tug. Það er niðurstaða könnunar sem MMR gerði fyr­ir Launa­sjóð lista­manna í janúar sl. Fylgið hefur aldrei verið meira frá því afstaða fólks til listamannalauna var fyrst mæld, árið 2010.

Lesa meira
NOS-HS-frett

26.2.2020 : Auglýst eftir umsóknum í NOS-HS

NOS-HS býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja (workshops). Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 6. apríl (var 31. mars 2020).

Lesa meira
Jafnréttissjóður

24.2.2020 : Opið fyrir umsóknir um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands

Rannís lýsir eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 3. apríl 2020, kl. 16:00.

Lesa meira
Máluð mynd af blómum

22.2.2020 : Styrkir úr Barnamenningarsjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands. Sjóðurinn er átaksverkefni til fimm ára, stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins á hátíðarfundi Alþingis 18. júlí 2018. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2020 kl. 16.00.

Lesa meira
þang og sjór

21.2.2020 : NordForsk auglýsir eftir umsóknum í áætlun um sjálfbært fiskeldi

Til stendur að úthluta 72 milljónum norskra króna til sex til átta verkefna og er umsóknafrestur 5. maí 2020. Lögð er áhersla á að bak við hverja umsókn séu að minnsta kosti þrír aðilar, þar af tveir frá Norðurlöndunum.

Lesa meira

20.2.2020 : Skýrsla um samspil vísinda við stefnumótun stjórnvalda

Út er komin skýrsla um samspil vísinda við stefnumótun stjórnvalda. Skýrslan inniheldur niðurstöður vinnusmiðju sem haldin var hjá Rannís 8.-9. október 2019.

Lesa meira

14.2.2020 : Tónlistarsjóður fyrri úthlutun 2020

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil ársins 2020, 1. janúar – 30. júní.

Lesa meira

6.2.2020 : Aðgangur að rannsóknastofu í nanólíftækni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um aðgang að rannsóknastofu á sviði nanólíftækni hjá JRC (Joint Research Centre) sem fellur undir Horizon 2020. Frestur til að skila inn umsóknum um dvöl við rannsóknastofuna er til 16. mars 2020.

Lesa meira

4.2.2020 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Hljóðritasjóð

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist og styðja þannig við nýsköpun hennar. 

Lesa meira

29.1.2020 : Halldór Bjarki Ólafsson hlýtur Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2020

Nýsköpunarverðlaunforseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag 29. janúar 2020. 

Lesa meira

24.1.2020 : Úthlutun styrkja til atvinnuleikhópa 2020

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2020. Alls bárust 105 umsóknir frá 97 atvinnuleikhópum og sótt var um ríflega 625 milljónir króna.

Lesa meira
_DSC9423-800px

23.1.2020 : Nordplus auglýsir eftir umsóknum

Opið er fyrir umsóknir um styrki í Nordplus. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2020 eru stafræn hæfni og forritunarleg hugsun. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2020.

Lesa meira
Merki framadaga

22.1.2020 : Framadagar 2020

Rannís tekur þátt í Framadögum í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 30. janúar 2020 frá kl.10.00-14.00. Þar munu starfsmenn Rannís kynna m.a. Erasmus+, Europass, Farabara, Nordplus, Tækniþróunarsjóð og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Einnig verður kynning á starfsemi Rannís í heild sinni. 

Lesa meira

21.1.2020 : Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2020

Fimm verkefni eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands sem verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum miðvikudaginn 29. janúar 2020. 

Lesa meira

15.1.2020 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2020

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2020. Alls bárust 382 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 55 þeirra styrktar eða um 14% umsókna.

Lesa meira

15.1.2020 : Kynningarfundir Tækniþróunarsjóðs

Tækniþróunarsjóður stendur fyrir kynningarfundum um landið í janúar 2020.

Lesa meira

14.1.2020 : Opið fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð

Allir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök geta sótt um styrk úr sjóðnum. Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til 17. febrúar 2020 klukkan 16:00. 

Lesa meira

14.1.2020 : Nýsköpunarumhverfið á Íslandi

Niðurstaða könnunar meðal sprotafyrirtækja var kynnt þriðjudaginn 14. janúar kl. 12-13 á Nauthól Reykjavík.

Lesa meira

13.1.2020 : Innviðasjóður vinnur að gerð Vegvísis um rannsóknarinnviði

Í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs vinnur stjórn Innviðasjóðs að útgáfu Vegvísis um rannsóknarinnviði á Íslandi. Meginmarkmið vinnunnar er að móta framtíðarstefnu í uppbyggingu innviða til rannsókna á Íslandi og efla samstarf um nýtingu þeirra.

Lesa meira
Launasjodur-listamannalauna

9.1.2020 : Úthlutun listamannalauna 2020

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2020. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica