Fréttir: 2020

21.12.2020 : Nýsköpunarsjóður námsmanna auglýsir eftir umsóknum

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2021 kl. 15.00.

Lesa meira

17.12.2020 : Kynningarfundur Hagnýtra rannsóknarverkefna og Eurostars

Fundurinn sem er rafrænn verður haldinn mánudaginn 11. janúar 2021 kl. 13.00-14.00. Fundurinn er á vegum Tækniþróunarsjóðs og viðfangsefni fundarins er kynning á styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni auk kynningar á Eurostars.

Lesa meira

15.12.2020 : Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar.

Lesa meira

15.12.2020 : Sumarnámskeið SEF: Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2021

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF).

Lesa meira

15.12.2020 : Úthlutað úr Markáætlun vegna samfélagslegra áskorana 2020

Stjórn Markáætlunar hefur lokið vali á styrkþegum vegna samfélagslegra áskorana. Verður fulltrúum 7 verkefna boðið að ganga til samninga fyrir allt að 360 milljónum króna. Alls bárust 68 gildar umsóknir í áætlunina og verða 7 þeirra styrktar eða um 10% umsókna.

Lesa meira

9.12.2020 : Rannsóknaverkefnið Snjallhljóðfæri: að skilja gervigreind 21. aldar gegnum skapandi tónlistartækni hlýtur Horizon 2020 styrk

Um er að ræða rúmlega 300 milljóna íslenskra króna styrk úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun sem Rannís hefur umsjón með.

Lesa meira
Mynd af ísjaka

27.11.2020 : Útgáfa skýrslu: Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi

Út er komin skýrslan Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi sem er afrakstur samstarfsverkefnis Rannís, Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Norðurslóðanets Íslands.

Lesa meira

25.11.2020 : Veffundur Arctic Research and Studies

Rannís stendur fyrir veffundi, í samstarfi við Diku, þann 8. desember klukkan 11:00-12:00 (GMT). Þar verðu tvíhliða norðurslóða samstarf Íslands og Noregs kynnt í kjölfar opnunar fyrir umsóknir um sóknarstyrki í Arctic Research and Studies áætlunina 2019-2020 .

Lesa meira

19.11.2020 : Frestur umsókna í Vinnustaðanámssjóð framlengdur

Athygli er vakin á því að frestur til að sækja um í Vinnustaðanámssjóð hefur verið færður frá föstudeginum 20. nóvember til þriðjudagsins 24. nóvember kl. 16:00.

Lesa meira

18.11.2020 : Controlant hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2020

Íslenska fyrirtækið Controlant hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2020 sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti verðlaunin sem veitt hafa verið framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum frá 1994.

Lesa meira

17.11.2020 : Nýsköpunarverðlaun Íslands miðvikudaginn 18. nóv. kl. 11:00

Nýsköpunarverðlaun Íslands 2020 verða afhent með viðhöfn miðvikudaginn 18. nóvember kl. 11:00-11:30. 

Lesa meira

13.11.2020 : Veffundur á vegum Uppbyggingarsjóðs EES í Portúgal um fjármögnun sjávartengdra verkefna á sviði menntunar

Veffundur Uppbyggingarsjóðs EES í Portúgal á sviði menntunar í flokknum blár hagvöxtur verður haldinn 18. nóvember klukkan 15:30 (GMT) til að vekja athygli á fjármögnun verkefna í þeim flokki.

Lesa meira

12.11.2020 : Vel sótt málstofa um loftslagsbreytingar á Íslandi

Þann 5. nóvember sl. stóð Rannís, ásamt fleiri aðilum, að málstofu á netinu um loftslagsbreytingar. Þar beindi vísindafólk sjónum að þeim víðtæku áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa haft á Íslandi síðustu 50 ár og rýndi í þær breytingar sem búast má við á næstu 50 árum. 

Lesa meira

10.11.2020 : Nordplus auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2021 eru aukið samstarf á öllum námsstigum og undirbúningur að grænni framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2021.

Lesa meira

6.11.2020 : Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs 2020

Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar sjóðsins fyrir seinni úthlutun Hljóðritasjóðs 2020. Umsóknarfrestur rann út 15. september 2020.

Lesa meira

6.11.2020 : Stór styrkur til rannsóknar á geðheilsu áhættuhópa í COVID-19

Rannsóknarhópur undir forystu Unnar Önnu Valdimarsdóttur, prófessors í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, hefur hlotið um 150 milljóna króna styrk frá norrænu rannsóknastofnuninni NordForsk til rannsóknar sem tengist áhrifum kórónuveirufaraldursins á geðheilsu í fjórum norrænu ríkjanna og Eistlandi.

Lesa meira

3.11.2020 : Rannsóknaverkefnið Svefnbyltingin hlýtur Horizon 2020 styrk

Um er að ræða 2,5 milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun sem Rannís hefur umsjón með hér á landi.

Lesa meira

28.10.2020 : Auglýst eftir umsóknum í Loftslagssjóð

Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Rannís hefur umsjón með sjóðnum. 

Lesa meira

26.10.2020 : Málstofa á netinu um loftlags­breytingar á Íslandi síðustu 50 ár

Fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 13:00 – 14:30 verður haldin málstofa í samstarfi við Rannís. Þar verður sjónum beint að þeim víðtæku áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa haft á Ísland síðustu 50 ár. Enn fremur verður rýnt í þær breytingar sem búast má við á næstu 50 árum.

Lesa meira

16.10.2020 : Auglýst eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem er ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Upphæð sjóðsins er samþykkt af Alþingi í fjárlögum fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til 3. desember 2020, kl. 16:00.

Lesa meira

15.10.2020 : Sérfræðingur í rannsóknateymi

Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felur í sér umsjón með tveimur fagráðum Rannsóknasjóðs; raunvísinda og stærðfræði og verkfræði og tæknivísinda, umsjón með öðrum innlendum sjóðum og alþjóðlegum verkefnum á þessum fagsviðum.

Lesa meira

14.10.2020 : Byggðaþróun og fæðuöryggi á Norðurslóðum: Hlutverk jarðvarmaorku

Norðurslóðanet Íslands boðar til veffundar þann 20. okt. nk. í samstarfi við Utanríkisráðuneytið, Rannís, SSNE og EIMUR.

Lesa meira

9.10.2020 : Upplýsingafundur vegna verkefna fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði

Veffundur (Zoom) um umsóknarferlið vegna verkefna fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði verður haldinn fimmtudaginn 15. október kl. 15:00.

Lesa meira

7.10.2020 : Taktu þátt í stefnumótun Tækniþróunarsjóðs

Mikil gróska hefur verið í nýsköpunarsamfélaginu undanfarin ár sem meðal annars endurspeglast í síauknum fjölda umsókna til Tækniþróunarsjóðs. Á næsta ári er fyrirhugað að sjóðurinn fái aukið fjármagn til að styrkja nýsköpunarverkefni.

Lesa meira

7.10.2020 : Auglýst er eftir umsóknum í tvíhliða norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs

Áætlunin Arctic Research and Studies 2019-2020 veitir sóknarstyrki til að styðja við samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Vakin er athygli á að unnið verður úr umsóknum jafnt og þær berast miðað við tiltækt fjármagn.

Lesa meira

29.9.2020 : Nýskipaður sendiherra ESB á Íslandi heimsækir Rannís

Þann 28. september heimsótti Lucie Samcová, nýskipaður sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, skrifstofu Rannís til að fræðast um starfsemina.

Lesa meira

22.9.2020 : Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefni fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um verkefni fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði. Umsóknarfresturinn er 2. nóvember 2020, kl. 16:00.

Lesa meira

19.9.2020 : Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Tónlistarsjóð

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Tónlistarsjóð til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2021. Umsóknarfrestur er 2. nóvember kl. 16:00.

Lesa meira
Horizon-Europe-mynd

9.9.2020 : Opið samráð um stefnumál og áherslur innan Horizon Europe

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður þeim sem áhuga hafa á rannsóknum og nýsköpun að taka þátt í opnu samráði um stefnumótun og áherslur innan Horizon Europe, næstu rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB. Hægt er að senda inn álit til 18. september nk.

Lesa meira
Anna Shvet photographer

8.9.2020 : Auka umsóknarfrestur um Erasmus+ samstarfsverkefni vegna Covid-19

Vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur á menntun, þjálfun og æskulýðsstarf hefur nú verið opnað fyrir umsóknir um Erasmus+ samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að bregðast við áhrifum faraldursins. Umsóknarfrestur er liðinn, var 29. október 2020.

Lesa meira

8.9.2020 : Opið fyrir skráningu á Evrópska rannsókna- og nýsköpunardaga 22.-24. september 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Evrópska rannsókna- og nýsköpunardaga 2020, en yfirskrift þeirra er Mótum framtíðina saman. Að þessu sinni verður viðburðurinn haldinn á netinu dagana 22.-24. september 2020.

Lesa meira

7.9.2020 : Hækkað hlutfall og þak endurgreiðslna til nýsköpunar­fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarverkefna skv. breyttum lögum í maí

Opið er fyrir umsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunar­verkefna með umsóknarfresti til 1. október 2020.

Lesa meira

2.9.2020 : Vísinda- og tæknistefna 2020-2022

Vísinda- og tæknistefna 2020-2022 var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs 1. september. Í stefnunni er sett fram sýn til næstu 10 ára ásamt aðgerðum til stuðnings.

Lesa meira

1.9.2020 : Nordic Energy Research auglýsir eftir umsóknum í Nordic Maritime Transport and Energy áætlunina

Nordic Maritime Transport and Energy Programme (2021-2023) er samstarfsáætlun norðurlandaþjóða um að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir á sviði sjárvartengdra flutninga og orkumála.

Lesa meira

31.8.2020 : Auglýst er eftir umsóknum til rannsóknaseturs Margrétar II. Danadrottningar og frú Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag

Auglýstar eru til umsóknar átta nýdoktorastöður til tveggja ára; fimm á sviði náttúruvísinda og þrjár á sviði hug- og félagsvísinda. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira

31.8.2020 : BlueBio ERA-NET auglýsir eftir umsóknum

Um er að ræða samstarfsnet 16 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu. Ísland er aðili að netinu í gegnum Rannís. 

Lesa meira

27.8.2020 : Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð

Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til fimmtudagsins 15. október 2020 klukkan 16:00.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica