Fréttir: 2020

22.9.2020 : Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefni fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um verkefni fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði. Umsóknarfresturinn er 2. nóvember 2020, kl. 16:00.

Lesa meira

19.9.2020 : Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Tónlistarsjóð

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Tónlistarsjóð til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2021. Umsóknarfrestur er 2. nóvember kl. 16:00.

Lesa meira
Horizon-Europe-mynd

9.9.2020 : Opið samráð um stefnumál og áherslur innan Horizon Europe

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður þeim sem áhuga hafa á rannsóknum og nýsköpun að taka þátt í opnu samráði um stefnumótun og áherslur innan Horizon Europe, næstu rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB. Hægt er að senda inn álit til 18. september nk.

Lesa meira
Anna Shvet photographer

8.9.2020 : Auka umsóknarfrestur um Erasmus+ samstarfsverkefni vegna Covid-19

Vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur á menntun, þjálfun og æskulýðsstarf hefur nú verið opnað fyrir umsóknir um Erasmus+ samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að bregðast við áhrifum faraldursins. Umsóknarfrestur er 29. október 2020.

Lesa meira

8.9.2020 : Opið fyrir skráningu á Evrópska rannsókna- og nýsköpunardaga 22.-24. september 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Evrópska rannsókna- og nýsköpunardaga 2020, en yfirskrift þeirra er Mótum framtíðina saman. Að þessu sinni verður viðburðurinn haldinn á netinu dagana 22.-24. september 2020.

Lesa meira

7.9.2020 : Hækkað hlutfall og þak endurgreiðslna til nýsköpunar­fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarverkefna skv. breyttum lögum í maí

Opið er fyrir umsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunar­verkefna með umsóknarfresti til 1. október 2020.

Lesa meira

2.9.2020 : Vísinda- og tæknistefna 2020-2022

Vísinda- og tæknistefna 2020-2022 var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs 1. september. Í stefnunni er sett fram sýn til næstu 10 ára ásamt aðgerðum til stuðnings.

Lesa meira

1.9.2020 : Nordic Energy Research auglýsir eftir umsóknum í Nordic Maritime Transport and Energy áætlunina

Nordic Maritime Transport and Energy Programme (2021-2023) er samstarfsáætlun norðurlandaþjóða um að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir á sviði sjárvartengdra flutninga og orkumála.

Lesa meira

31.8.2020 : Auglýst er eftir umsóknum til rannsóknaseturs Margrétar II. Danadrottningar og frú Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag

Auglýstar eru til umsóknar átta nýdoktorastöður til tveggja ára; fimm á sviði náttúruvísinda og þrjár á sviði hug- og félagsvísinda. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira

31.8.2020 : BlueBio ERA-NET auglýsir eftir umsóknum

Um er að ræða samstarfsnet 16 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu. Ísland er aðili að netinu í gegnum Rannís. 

Lesa meira

27.8.2020 : Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð

Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til fimmtudagsins 15. október 2020 klukkan 16:00.

Lesa meira

27.8.2020 : Undirbúningsstyrkir í Nordplus – umsóknarfrestur 1. október 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir undirbúningsstyrki í Nordplus Junior, (leik- grunn- og framhaldsskólastig), Nordplus Voksen (fullorðinsfræðsla) og Nordplus Sprog (tungumál).

Lesa meira

26.8.2020 : Sumarúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2020

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 33 verkefna sem sóttu um í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og markaðsstyrkur að ganga til samninga um nýja styrki fyrir allt að 475 milljónum króna.

Lesa meira

24.8.2020 : Umsóknarfrestur í Markáætlun um samfélagslegar áskoranir framlengdur til 17. september nk.

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir Markáætlun um samfélagslegar áskoranir sem vera átti 1. september nk. til 17. september vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

20.8.2020 : Auglýst eftir umsóknum um námsorlof kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2021-2022. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en fimmtudaginn 1. október 2020, kl. 16:00.

Lesa meira

20.8.2020 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Íþróttasjóð

Íþróttsjóður er fyrir íþrótta- og ungmennafélög og þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum og rannsóknum á sviði íþrótta. Umsóknarfrestur er til 1. október 2020, kl. 16.00.

Lesa meira

17.8.2020 : Auglýst eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki

SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er 6. október 2020, kl. 16:00.

Lesa meira
Launasjodur-listamannalauna

15.8.2020 : Starfslaun listamanna 2021

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2021 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Tilgangur starfslauna listamanna er að efla listsköpun í landinu.

Lesa meira
EEA-grants

11.8.2020 : Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð EES í samstarfi við Portúgal í flokknum Blue Growth á sviði rannsókna og menntunar. Umsóknarfrestur á sviði rannsókna (auglýsing #4) er til og með 30. október 2020 en umsóknarfrestur á sviði menntunar (auglýsing #5) er til og með 11. desember 2020.

Lesa meira

6.8.2020 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Hljóðritasjóð

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist og styðja þannig við nýsköpun hennar. 

Lesa meira

6.8.2020 : Skattfrádráttur vegna R&Þ verkefna 2020 – opnað fyrir nýjar umsóknir

Í kjölfar lagabreytinga vegna faraldursins hefur hlutfall og þak endurgreiðslna vegna rannsókna- og þróunarverkefna hækkað.

Lesa meira

8.7.2020 : Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2020

Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2020. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 23. ágúst nk.

Lesa meira
Photo by Sharon McCutcheon from Pexels

6.7.2020 : Menningarstyrkir í Creative Europe – vinnustofa í gerð umsókna

Rannís í samstarfi við Einkofi Production stendur fyrir vinnustofu 13. ágúst 2020 um hvernig best er að haga gerð umsókna í Creative Europe - evrópska menningarstyrki.

Lesa meira

30.6.2020 : Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði fyrir árið 2020

Alls bárust sjóðnum 77 umsóknir þar sem samtals var sótt um 900 milljónir króna.

Lesa meira
LL_logo_blk_screen

25.6.2020 : Aukaúthlutun listamannalauna 2020

Í kjölfar heimsfaraldurs kom mennta- og menningarmálaráðuneytið á aukaúthlutun til starfslauna listamanna og var auglýstur umsóknarfrestur til 20. maí sl.

Lesa meira

22.6.2020 : Rafrænn upplýsingafundur um COST verkefni

Rafrænn upplýsingafundur um COST verkefni verður haldinn 23. júní nk. í beinni útsendingu á vefnum frá 8:30-10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
Jafnréttissjóður

19.6.2020 : Úthlutun úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2020

Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2020, en umsóknarfrestur rann út 3. apríl síðastliðinn.

Lesa meira

19.6.2020 : Verkefni fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði

Tillögur að verkefnum fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði komnar á vef Rannís.

Lesa meira

8.6.2020 : Tónlistarsjóður – átaksverkefni maí 2020

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr átakssjóði ríkisstjórnar úr Tónlistarsjóði vegna heimsfaraldurs vor 2020.

Lesa meira

8.6.2020 : Tónlistarsjóður - seinni úthlutun 2020

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir seinna tímabil ársins 2020, 1. júlí – 30. desember.

Lesa meira

5.6.2020 : Seinni úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið seinni úthlutun fyrir sumarið 2020.

Lesa meira

4.6.2020 : Loftslagssjóður hefur úthlutað 165 milljónum króna til 32 verkefna í sinni fyrstu úthlutun

Af því tilefni buðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Hildur Knútsdóttir, formaður stjórnar Loftslagssjóðs handhöfum styrkjanna til kaffispjalls í ráðuneytinu 3. júní sl.

Lesa meira

29.5.2020 : Fyrirhuguð úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

Matsferli í Nýsköpunarsjóði námsmanna stendur enn yfir og því verður ekki hægt að tilkynna um úthlutun fyrir mánaðarmót eins og til stóð. Fyrirhuguð úthlutun frestast til 5. júní nk. 

Lesa meira
Starfslaunasjodur

29.5.2020 : Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2020, en umsóknarfrestur rann út 2. apríl sl.

Lesa meira
Shutterstock_162685292_gr

29.5.2020 : Sumarnám 2020

Rannís hefur tekið að sér að setja upp yfirlit yfir sumarnámið sem nýst getur ráðgjöfum skóla og Vinnumálastofnunar og öðrum fræðsluaðilum

Lesa meira
Mynd-vef

28.5.2020 : Úthlutun úr Loftslagssjóði

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við úthlutun. Alls bárust 203 gildar umsóknir í Loftslagssjóð og voru 32 þeirra styrktar eða um 16% umsókna. 

Lesa meira

28.5.2020 : Fjölbreytt sumarstörf hjá Rannís

Rannís auglýsir eftir sjö námsmönnum í sumarstörf í tengslum við átak stjórnvalda um tímabundin störf vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica