Útgáfa skýrslu: Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi

27.11.2020

Út er komin skýrslan Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi sem er afrakstur samstarfsverkefnis Rannís, Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Norðurslóðanets Íslands.

  • Mynd af ísjaka

LESA Á ENSKU (EN)

SKOÐA FULLA ÚTGÁFU (3.520 KB)

Á tímum örra loftslagsbreytinga eru norðurslóðir enn mikilvægari en áður fyrir alla heimsbyggðina. Íshella norðurskautsins, hitastig og sjávarstraumar í Norður-Íshafinu hafa mikil áhrif á bæði loftslag og veðurfar á suðlægari slóðum. Ísland tilheyrir norðurslóðum en á því landsvæði búa um 4 milljónir íbúa. Fyrir íbúa á norðurslóðum eru norðurslóðarannsóknir mikilvægt forgangsmál til að greina þær breytingar sem eiga sér stað og hvers vænta megi í framtíðinni. Að stunda norðurslóðarannsóknir er umfangsmikið verk sem mikilvægt er að framkvæma í öflugu alþjóðlegu samstarfi.

Skýrslan gefur yfirlit um þá aðila sem þjóna lykilhlutverki í stefnumótun á sviði norðurslóðarannsókna og alþjóðlegu samstarfi. Þar að auki kynnir hún helstu aðila sem stunda norðurslóðarannsóknir á Íslandi, þ.á m. háskólar, rannsóknastofnanir og fyrirtæki, auk þess sem fjallað er um rannsóknarinnviði. Enn fremur er birt greining á innlendum og alþjóðlegum samkeppnissjóðum sem styðja við norðurslóðarannsóknir. Að lokum er fjallað um valin alþjóðleg norðurslóðaverkefni með íslenskri þátttöku og ýmsa aðila sem þjóna norðurslóðarannsóknum. Þess er óskað að þessi skýrsla nýtist sem upplýsingamiðill fyrir upprennandi rannsakendur sem hafa hug á að stunda rannsóknir á málefnum norðurslóða.

Skýrsluna unnu þau Egill Þór Níelsson, Emil Ísleifur Sumarliðason, Santiago Villalobos, Sóley Ólafsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.

Fletta skýrslunni









Þetta vefsvæði byggir á Eplica