Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnu­svið­slista­hópa á árinu 2021

1.9.2020

Umsóknarfrestur er til 1. október 2020, kl. 23:59.

Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, gildi, ferli listamanna og tímaáætlun. Að öðru leyti vísast til reglugerðar um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018.

Sótt er um á Mínum á síðum. Einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn. 

Svör til umsækjenda berast í janúar 2021.

Athugið að umsókn um styrki til starfsemi atvinnusviðslistahópa getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna.
Sviðslistasjóður starfar samkvæmt nýjum lögum um sviðslistir 2019 nr. 165.

Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins









Þetta vefsvæði byggir á Eplica