Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð

27.8.2020

Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til fimmtudagsins 15. október 2020 klukkan 16:00.

Sjóðurinn er fyrir börn og ungmenni frá 6 – 25 ára aldurs og ætlaður til þess að auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína.

Að þessu sinni verður verður lögð áhersla á að styðja verkefni sem stuðla að nýsköpun í æskulýðsstarfi.

Allir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök geta sótt um styrk úr sjóðnum. Ekki er gert ráð fyrir að hefðbundin íþróttafélög sæki um verkefni sem snúa að íþróttastarfsemi í þennan sjóð. Þeim er bent á Íþróttasjóð.

Sjá nánar á síðu sjóðsins
Þetta vefsvæði byggir á Eplica