Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Markáætlun fyrir tungu og tækni fyrir 2020-2023

31.8.2020

Umsóknarfrestur er 15. október 2020, kl. 16:00.

Markáætlun í tungu og tækni er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Áherslur áætlunarinnar eru ákvarðaðar af Vísinda- og tækniráði, en hún er fjármögnuð af mennta- og menningar­málaráðuneyti. Rannís er umsýsluaðili sjóðsins.

Markáætlun í tungu og tækni styður við verkefni í máltækni sem hafa það að markmiði að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi. Hlutverk hennar er að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum. 

Áhersla er á hagnýtingarverkefni sem miða að því að þróa máltæknibúnað og máltækniumhverfi fyrir tilteknar aðstæður eða notkun.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 15. október 2020.

Umsækjendur eru beðnir að kynna sér vel reglur Markáætlunar í tungu og tækni áður en hafist er handa við gerð umsóknar. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SÍÐU SJÓÐSINS

Þetta vefsvæði byggir á Eplica