Veffundur á vegum Uppbyggingarsjóðs EES í Portúgal um fjármögnun sjávartengdra verkefna á sviði menntunar

13.11.2020

Veffundur Uppbyggingarsjóðs EES í Portúgal á sviði menntunar í flokknum blár hagvöxtur verður haldinn 18. nóvember klukkan 15:30 (GMT) til að vekja athygli á fjármögnun verkefna í þeim flokki.

Áhugasamir aðilar eru hvattir til að skrá sig á viðburðinn.

  Skráning

Meginmarkmið samstarfsins er að bæta færni í sjávartengdum efnum með aukinni menntun og þjálfun. Umsækjendur geta komið af öllum stigum menntakerfisins, frá grunnskóla upp á efsta háskólastig. Ætlunin er að veita stuðning við ný námskeið í sjávarútvegsmálum, starfsnámsbrautir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, þverfaglegt framhaldsnám, sumarskóla, sveigjanleika nemenda, námskeið, kennaraskipti og námsstyrki.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica