Auglýst er eftir umsóknum í tvíhliða norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs

7.10.2020

Áætlunin Arctic Research and Studies 2019-2020 veitir sóknarstyrki til að styðja við samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Vakin er athygli á að unnið verður úr umsóknum jafnt og þær berast miðað við tiltækt fjármagn.

Sóknarstyrkir eru veittir vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í alþjóðlega samkeppnissjóði. Styrkir nema að hámarki 25.000 evrum (þar af að hámarki 10.000 evrur í ferðakostnað, en ekki er skylda að ferðalög séu hluti af umsókninni) og er styrkjahæft tímabil í 17 mánuði, frá 7. febrúar 2020 til 6. júlí 2021. Skilyrði er að a.m.k. einn íslenskur og einn norskur lögaðili (háskóli, rannsóknastofnun og aðrar skipulagseiningar) komi að umsókn.

Áætlunin byggir á samkomulagi um samstarf á sviði norðurslóðafræða á milli Íslands og Noregs. Utanríkisráðuneyti Noregs og Íslands eiga og fjármagna áætlunina en Rannís hefur umsjón með henni í samvinnu við Norwegian Agency for International Cooperation and Quality Enhancement in Higher Education (Diku) í Noregi.

Nánir upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica