BlueBio ERA-NET auglýsir eftir umsóknum

31.8.2020

Um er að ræða samstarfsnet 16 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu. Ísland er aðili að netinu í gegnum Rannís. 

ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy – Unlocking the Potential of Aquatic Bioresources (BlueBio) er samstarfsnet 16 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu og er Ísland aðili að netinu í gegnum Rannís.

Umsóknaferlið er tveggja þrepa. Í fyrra þrepi er send inn forumsókn. Þær umsóknir sem standast mat á fyrsta þrepi fá boð um að senda inn umsókn á seinna þrepi.

Frestur til að skila inn forumsókn er til 14. september 2020.

Nánari upplýsingar má má finna á BlueBio.eu.

Styrkir til íslenskra aðila í samþykktum verkefnum eru fjármagnaðir af Tækniþróunarsjóði.

Frekari upplýsingar um kallið veitir Lýður Skúli Erlendsson hjá Rannís.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica