Úthlutað úr Markáætlun vegna samfélagslegra áskorana 2020

15.12.2020

Stjórn Markáætlunar hefur lokið vali á styrkþegum vegna samfélagslegra áskorana. Verður fulltrúum 7 verkefna boðið að ganga til samninga fyrir allt að 360 milljónum króna. Alls bárust 68 gildar umsóknir í áætlunina og verða 7 þeirra styrktar eða um 10% umsókna.

Markáætlun um samfélagslegar áskoranir er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísinda-rannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Áherslur áætlunarinnar eru ákvarðaðar af Vísinda- og tækniráði, en hún er fjármögnuð af mennta- og menningarmálaráðuneyti. Rannís er umsýsluaðili sjóðsins.

Markmið með styrkveitingum er að hraða framförum í þremur flokkum:

  • Umhverfismál og sjálfbærni
  • Heilsa og velferð
  • Líf og störf í heimi breytinga

Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeim boðið til samningafundar.

Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni*:

Heiti verkefnis Verkefnastjórar Flokkur

Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld—áskoranir, leiðir og ávinningur

Ása Lovísa Aradóttir (Landbúnaðarháskóli Íslands), Kristín Svavarsdóttir (Landgræðslan) og Þóra Ellen Þórhallsdóttir (Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið) Umhverfismál og sjálfbærni
Sjálfbært Heilsusamlegt Mataræði: Vísindi sem vegvísir í átt að sjálfbærri framtíð Þórhallur Ingi Halldórsson (Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið) Umhverfismál og sjálfbærni
Sjálfbær staðbundin nýting hráefna í áburð – heildstæð nálgun að hringrásarhagkerfi Marvin Ingi Einarsson (Matís) Umhverfismál og sjálfbærni
Bætt þjónusta við sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma með stafrænni nálgun Sæmundur Jón Oddsson (SidekickHealth ehf.) Heilsa og velferð
Lóan: Dregið úr áleitnum endurminningum eftir áföll með hugrænu inngripi Andri Steinþór Björnsson, Arna Hauksdóttir (Háskóli Íslands- Heilbrigðisvísindasvið) og Emily A. Holmes (Háskólinn í Uppsölum) Heilsa og velferð
Leit að lífmerkjum í heilamyndum fyrir snemmbúna greiningu á Parkinson plús sjúkdómum Lotta María Ellingsen (Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið) Heilsa og velferð
Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum Arnar Sigurðsson (Austan mána ehf.), Matthias Kokorsch (Háskólasetur Vestfjarða ses.) Líf og störf í heimi breytinga

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica