Horizon 2020

Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB

Markmið Horizon 2020 er að styðja við rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum. Markmiðið er að auka samkeppnishæfni Evrópu, skapa störf og stuðla að því að fleiri góðar hugmyndir komist á markað. Áætlunin endurspeglar grundvallarmarkmið stefnu ESB til 2020 um að styðja sjálfbæran hagvöxt í Evrópu. Áætlunin gilti 2014-2020 og er heildarfjármagn hennar nærri 80 milljarðar evra. Ný áætlun tók við í upphafi árs 2021 - Horizon Europe.

Horizon 2020 skiptist í þrjár meginstoðir, sem skiptast síðan í undiráætlanir eftir viðfangsefnum og fræðasviðum. Auk þess eru sérstakar áætlanir á sviði vísinda í samfélaginu og aukinnar þátttöku landa sem þurfa sérstakan stuðning.

""1.  Öndvegisrannsóknir (e. Excellent Science)

Markmiðið er að stuðla að framúrskarandi rannsóknum í Evrópu með því að styðja bestu hugmyndirnar, veita evrópskum vísindamönnum tækifæri til að þróa hæfileika sína, byggja upp og styrkja rannsóknarinnviði á heimsmælikvarða og auka aðdráttarafl Evrópu sem valkost alþjóðlegra vísindamanna. Heildarfjármagn: 24 milljarða evra.

2. Forysta í atvinnulífi (e. Industrial Leadership) ""

Markmiðið er að efla markaðsdrifnar rannsóknir og nýsköpun. Í þeim tilgangi skal stefnt að því að hraða tækniþróun til uppbyggingar framtíðarfyrirtækja, stuðla að frekari fjárfestingum í rannsóknum og nýsköpun og aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki við að verða leiðandi á alþjóðamarkaði. Heildarfjármagn: 17 milljarðar evra. 

3. Samfélagsáskoranir (e. Societal Challenges) ""

Innan samfélagsáskorana eru sjö undiráætlanir sem munu styrkja rannsóknir með það að markmiði að auka þekkingu á mismunandi sviðum vísinda. Áhersla verður lögð á að koma niðurstöðum rannsókna á markað með stuðningi við tilraunaverkefni, opinber innkaup og markaðssetningu nýsköpunar. Heildarfjármagn: 29 milljarða evra. 

""Víðtækari þátttaka (e. Spreading Excellence and Widening Participation)

Þörf er á að styrkja samstarf í löndum sem hingað til hafa tekið minni þátt í rammaáætlunum um rannsóknir og nýsköpun. Áætlunin miðar að því að leiða þátttakendur í þeim löndum saman við þátttakendur í löndum sem gengið hefur vel til að víkka út samstarfið og dreifa þekkingu sem víðast. Heildarfjármagn: 816 milljónir evra. 

""Vísindi í þágu samfélagsins (e. Science with and for Society)

Þátttaka ýmissa hagsmunaaðila skiptir máli í rannsóknum og nýsköpun. Mikilvægt er að hafa í huga að ábyrgð vísindamanna er mikil. Ábyrg vísindi er lykilorð hér. Verkefni sem stuðla að siðferði í vísindum, jafnrétti, bættir vísindamenntun og ábyrgri stjórnun rannsókna og nýsköpunar geta sótt um styrki. Heildarfjármagn: 462 milljónir evra.


Að auki fjármagnar Horizon 2020 Evrópsku nýsköpunar- og tæknistofnunina (EIT) sem hefur um 2,7 milljarða € til umráða og Sameiginlegu rannsóknamiðstöðina (e. Joint Research Centre, JRC) sem veltir 1.9 milljörðum evra.

Hlutverk Rannís

  • Rannís hefur umsjón með Horizon 2020 á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni og aðstoð við umsækjendur, auk þess sem Rannís heldur utan um starf stjórnar­nefndar­fulltrúa og lands­tengla fyrir allar undiráætlanir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica