Byggðaþróun og fæðuöryggi á Norðurslóðum: Hlutverk jarðvarmaorku

14.10.2020

Norðurslóðanet Íslands boðar til veffundar þann 20. okt. nk. í samstarfi við Utanríkisráðuneytið, Rannís, SSNE og EIMUR.

Umfjöllunarefni veffundarins byggja á formennsku Íslands í Arctic Council (2019-2021) og aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum 2019-2030. Einnig liggja umræðunum til grundvallar sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem fjalla m.a. um loftslagsmál og sjálfbærar orkulausnir.  

Á veffundinum verður rætt um hlutverk jarðvarmaorku í byggðaþróun og möguleika hennar í matvælaframleiðslu. Matvælaframleiðsla í nærumhverfi getur skilað miklum samfélagslegum ábata og aukið matvælaöryggi íbúa.

Veffundurinn verður haldinn þann 20. október klukkan 16.00-18.00 GMT. 

Nánari upplýsingar og skráning









Þetta vefsvæði byggir á Eplica