Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs 2020

6.11.2020

Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar sjóðsins fyrir seinni úthlutun Hljóðritasjóðs 2020. Umsóknarfrestur rann út 15. september 2020.

Alls bárust 190 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar og er um algeran metfjölda umsókna að ræða eða ríflega 50% fleiri umsóknir en nokkru sinni fyrr. Sótt var um styrki að upphæð um það bil 135 milljóna króna.

Samþykkt var að veita samtals 19 milljónum kr. til 63 hljóðritunarverkefna en einungis er hægt að styrkja ríflega þriðjung umsækjenda og aðeins 14% af umsóttum kostnaði.

Skiptast styrkveitingar þannig:

  • 38 styrkir til ýmis konar rokk, hip-hop- og poppverkefna í afar víðum skilningi,
  • 16 styrkir til samtímatónlistar, raftónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga og
  • 9 styrkir til fjölbreyttra djass verkefna

Tæplega helmingi af heildarupphæð ársins var ráðstafað í fyrri úthlutun ársins. Alls hafa 307 umsóknir borist í sjóðinn á árinu. Framlag til sjóðsins var 41 milljón árið 2020 en úthlutað var 37 milljónum til 130 verkefna.

Hljóðritunarsjóður styrkir verkefni til hljóðritunar á nýrri íslenskri tónlist. Stjórn sjóðsins veitir ekki styrki til verkefna sem þegar hafa verið styrkt af sjóðnum. Auk þess var litið til styrkveitinga úr vorátaki Tónlistarsjóðs og hafnaði stjórn sjóðsins samtals 27 umsóknum af ofangreindum ástæðum.

Samþykktar styrkupphæðir nú voru á bilinu 100.000 til 700.000 króna. 

Birt með fyrirvara um villur. 

Umsækjandi Póstnr Verkefni Styrkur
Alda Music 101 Baggalútur - breiðskífa - Kveðju skilað 650.000
Alda Music 101 Greyskies - breiðskífa 250.000
Alda Music 101 Jóhanna Guðrún - jólaplata 650.000
Alda Music ehf. 101 ZOE - breiðskífa 300.000
Anna Þorvaldsdóttir ERL Anna Þorvaldsdóttir, hljóðritun hljómsveitartónlistar 450.000
Aron Can Gultekin 112 CAN 400.000
Auðunn Lúthersson 101 AUDUR - LP / Ástæður 500.000
Auður Guðjohnsen 112 Tónmál hjartans -a cappella kórverk 400.000
Ásgeir Aðalsteinsson 105 Plata í þjóðlagastíl 300.000
Ásta Kristín Pjetursdóttir 101 Blokkarbarn 200.000
Björk Níelsdóttir ERL Flóra Íslands 200.000
Bríet Ísis Elfar 105 Bríet - LP 400.000
Bryndís Jónatansdóttir 105 Winter's Warm – Önnur breiðskífa Febrúar 200.000
Colm O'Herlihy 600 INNI - Composer Series 400.000
Eðvarð Egilsson 170 Hljóðhimna 200.000
Elísabet Ormslev 108 Elísabet 2021 300.000
Fridrik Karlsson 170 Sunset Memory 100.000
Gretar Örvarsson 201 Hleypum gleðinni inn / Stjórnin 100.000
GTV ehf 260 Upptökur á nýju efni 350.000
Gunnar Hilmarsson 108 Sycamore Tree / Albúm 2 300.000
Halldór Eldjárn 107 Vettvangur 200.000
Hanna Mia Brekkan 101 Upptökur af frumsamdri EP plötunni HUMAN 150.000
Hannes Helgason 104 Dalalæða - Breiðskífa II 200.000
Haukur Freyr Gröndal 103 Frelsissveit Íslands - Four elements and other works for jazz ensemble 350.000
Hrægammar Ehf 220 DIMMA 6 600.000
Hugar Music ehf 170 Hugar LP3 350.000
Íris Hólm Jónsdóttir 111 Íris Hólm 250.000
Jóhannes Damian
Patreksson
221 Tvö mistök 200.000
Jökull Jörgensen 220 Copper Time 300.000
Klara Ósk Elíasdóttir 220 KLARA ELIAS - EP / LOVEAHOLIC 300.000
Klemens Nikulásson
Hannigan
101 A.K:A_POST_THØNG - breiðskífa 250.000
Kópbois ehf. 104 Erfingi krúnunnar 400.000
Kristinn Arnar Sigurðsson 101 krassasig - LP 250.000
Kristín Björk Kristjánsdóttir 825 Kúra kúra 200.000
Kristján Kristjánsson 104 Upptökur á hljómplötu 700.000
Lára Rúnarsdóttir 220 Sjöunda breiðskífa Láru Rúnars 400.000
Leeni Laasfeld 107 "Youniverse" 200.000
Leikhópurinn Lotta 200 Jólaplata - vinnuheiti 400.000
Margrét Rósa Dóru
Harrysdóttir
101 Fjórða breiðskífa Kælunnar Miklu 300.000
María Magnúsdóttir 200 Upptökur á stuttskífu MIMRU 200.000
Oddur S. Báruson 101 Önnur hljómplata El Odderiño 100.000
Ólafur Jónsson /
Jónsson & More+1
105 Upptökur á nýjum geisladiski Jónsson & More tríósins ásamt gesti. 200.000
Óskar Guðjónsson 105 ADHD 8 - útgáfa 300.000
Pamela De Sensi
Kristbjargardóttir
200 Podium: music for flute and choir by icelandic women
composers
300.000
Pétur Hjaltested 810 Frum 200.000
Ragnheiður Gröndal 104 Ragnheiður Gröndal - EP plata 500.000
Record Records ehf 220 Ný breiðskífa Júníusar Meyvants 2021 650.000
Rósa Björg Ómarsdóttir 108 Mundu mig - 6 laga stuttskífa 200.000
Sakaris Emil Joensen 101 SAKARIS - I Can Do Better 150.000
Salka Valsdóttir 101 Fyrsta sólóplata Sölku Valsdóttur 150.000
Salsakommúnan 170 Kommúnan - Önnur breiðskífa 200.000
Sara Mjöll Magnúsdóttir 850 Fyrsta plata Meraki tríó 200.000
Sif Margrét Tulinius 108 íslensk einleiksverk fyrir fiðlu 2014-20 300.000
Sólfinna ehf 200 Hljóðritun tríós Sunnu 200.000
Stefán S. Stefánsson 108 Gammar - hljómplata 4 350.000
Strokkvartettinn Siggi 170 Strengjakvartettar Atla Heimis Sveinssonar 400.000
Sunna Friðjónsdóttir 230 Önnur breiðskífa Sunnu Friðjóns 150.000
Tumi Árnason 101 Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen -
hljómplata nr. 2
150.000
UneGang sf. 101 Une Misère Breiðskífa 2 350.000
Viktor Orri Árnason 200 Var - Er 450.000
Ýmir Rúnarsson 110 100 HP 200.000
Þorgrímur Jónsson 105 Þorgrímur Jónsson sólóplata 2 200.000
Þórarinn Guðnason 101 MARA eftir Þórarinn Guðnason 250.000
       
Alls     19.000.000








Þetta vefsvæði byggir á Eplica