Vísindakaffi í Reykjavík og á landsbyggðinni
Hellt verður upp á hið sívinsæla Vísindakaffi Rannís í kaffihúsinu Bókasamlaginu í Reykjavík og verður boðið upp á áhugaverð viðfangsefni sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið. Eins verður boðið upp á Vísindakaffi eða svipaða viðburði tengda Vísindavöku, á sex stöðum á landsbyggðinni.
Boðið verður upp á þrjú Vísindakaffi í kaffihúsinu Bókasamlaginu Skipholti 19, þriðjudaginn 27. september, miðvikudaginn 28. september og fimmtudaginn 29. september 2021, klukkan 20:00.
Í ár verður sjónum beint að samfélagslegum áskorunum sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið, svo sem skipulagsmálum, heilbrigðisvísindum og matvælaframleiðslu og gæðaeftirliti.
Vísindakaffi á landsbyggðinni er með fjölbreyttum hætti og teygir sig allt frá Vestfjörðum til Breiðdalsvíkur með viðkomu í Vestmannaeyjum og Þingeyjarsveit!