Vel heppnuð vinnustofa í Nuuk Grænlandi

5.9.2022

Vinnustofan var haldin dagana 25. og 26. ágúst sl. á vegum Rannís, Rannsóknaráðs Grænlands, Norðurslóðanets Íslands, Auðlindastofnun Grænlands og Arctic Hub.

Vinnustofan var haldin sem forfundur fyrir Grænlandsmálþing Hringborðs norðuslóða sem stóð yfir dagana 27. - 29.  ágúst, og var á vegum Rannís, Rannsóknaráðs Grænlands, Norðuslóðanets Íslands og Arctic Hub.

Á vinnustofuna mættu yfir 60 þátttakendur, vísindafólk frá Grænlandi og Íslandi, fulltrúar rannsókna- og þróunar úr hinum ýmsu geirum á sviði loftslagsrannsókna og lands sem og fulltrúar sjávarútvegsins og bláa hagkerfisins. 


Dagskrá vinnustofunnar má nálgast á vefsvæði Rannsóknaráðs Grænlands: 

Dagskrá vinnustofu 

Markmiðið með vinnustofunni var fyrst og fremst að styrkja enn fremur samstarfið milli rannsóknasamfélaga Grænlands og Íslands og kortleggja samstarfstækifæri milli landanna í samræmi samkomulags sem var undirritað milli Rannís og Rannsóknaráðs Grænlands fyrr á þessu ár.

Frétt um samkomulagið

Í kjölfar vinnustofunnar tóku fulltrúar Rannís einnig þátt í Grænlandsmálaþingi Hringborðs norðurslóða, en skipuleggjendur vinnustofunnar stóðu fyrir málstofu á þinginu þar sem gerð var frekari grein fyrir rannsóknasamstarfinu.

English Version









Þetta vefsvæði byggir á Eplica