Ný verðlaun veitt fyrir besta verkefnið í Nordplus Junior

16.9.2022

Í ár verða ný verðlaun, Nordplus Junior Aurora verðlaunin, veitt fyrir besta verkefnið innan Nordplus Junior. Það verkefni sem hefur borið af á árinu fær viðurkenningu. Kosningin stendur til 30. september nk. 

  • Aurora-award-2022-kandidat-3-1-

Markmiðið með þessum árlegu verðlaunum er að vekja athygli á þeim Nordplus Junior-verkefnum sem náð hafa sérstaklega góður árangri. Nordplus Junior er sá hluti menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar sem er ætlaður leik-, grunn- og framhaldsskólum. Allar innlendu Nordplus-skrifstofurnar hafa tilnefnt Verkefni í öllum þáttökulöndum og svæðum Nordplus og valið var meðal þeirra verkefna sem eru í gangi eða er nýlokið. Verkefnin hafa öll á einn eða annan hátt unnið að áherslum Nordplus, sem að þessu sinni er að bæta menntasamstarf og undirbúa nemendur fyrir grænni framtíð. 

Dómnefnd hefur síðan valið þrjú verkefni sem eru nú í úrslitum. Í dómnefndinni sitja fulltrúar frá Norrænu ráðherranefndinni, aðalskrifstofu Nordplus og frá skrifstofu Nordplus Junior. Eitt af verkefnunum sem eru í úrslitum er Fiskvinnsluskólinn í Grindavík og við óskum þeim hjartanlega til hamingju með tilnefninguna og árangurinn. Hægt er að lesa nánar um verkefnin þrjú sem tilnefnd eru og umsögn dómnefndarinnar:

Um verkefnin og umsögn dómnefndar 

Við hvetjum þig svo til að kjósa þitt uppáhalds verkefni:

Kosning 

Við minnum einnig á að nú er opið fyrir umsóknir um undirbúningsheimsóknir í Nordplus Junior, Nordplus fullorðinsfræðsla og tungumálaáætlun Nordplus. Umsóknarfrestur er til og með 3. október. 

Nordplus-Junior-Aurora-Award
Þetta vefsvæði byggir á Eplica