Sýnendur á Vísindavöku Rannís

26.9.2022

Hefur þú kynnt þér sýnendur á Vísindavöku á laugardaginn? Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnt sér viðfangsefni þess á fjölmörgum sýningarbásum.

  • Visindavaka-2019-190
  • _ABH1065

Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á sýningarsvæðinu, þar sem hægt verður að taka þátt í Vísindasmiðju og forritun og fræðast um hin ýmsu efni, en yfir 100 verkefni verða kynnt á Vísindavöku.

Lifandi maurar, mosaskorpa og mýsli, gervihné, grjótkrabbar, líffæri prentuð í þrívídd, jarðskjálftar, vaðfulgareldgos, tónsköpun með gervigreind, geimbílar og svarthol, sjúkdómar í músum, Svefnbyltingin, vatnspíanó, vélmennagryfja, Minecraft hönnunarfjör og frumeindir bergs, eru örfá dæmi um þau verkefni sem verða kynnt á Vísindavöku. 

Ertu forvitin að vita meira? Skoðaðu alla sýnendur á Vísindavökunni:

 Sýnendur

Ef þér finnst gaman að fikta og skoða skaltu ekki láta Vísindavöku Rannís fram hjá þér fara laugardaginn 1. október í Laugardalshöllinni!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica