Sameiginleg leiðbeinendaþjálfun íslensku háskólanna 2022-2023

6.9.2022

Rannís kynnir nýtt tilraunaverkefni, þjálfunaráætlun fyrir leiðbeinendur doktorsnema við íslenska háskóla 2022-2023

Vitae, starfsþróunarsetur fræðimanna í Bretlandi, annast þjálfunina en Rannís heldur utan um hana. Fjórir íslenskir háskólar sem veita doktorspróf taka þátt í þjálfuninni, sem er rafræn og fer fram á ensku. Dr. Jen Allanson annast kennslu. 

 Skólarnir eru:

  • Háskólinn á Akureyri
  • Háskóli Íslands
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Landbúnaðarháskóli Íslands.

Umsóknir:

Skráning er opin en þjálfunin hefst 23. september.

Umsóknarfrestur er 12. september kl. 16:00 að íslenskum tíma:

Umsóknareyðublað

Núverandi eða tilvonandi leiðbeinendur, meðlimir í doktorsnefndum, nýdoktorar og annað akademískt starfsfólk sem vinnur með doktorsnemum eða hefur áhuga á leiðbeiningu eru hvött til að sækja um. 

Þar sem þjálfunaráætlunin er á tilraunastigi er sætafjöldi takmarkaður við 30 að þessu sinni. Fjöldinn er dreifður milli stofnana eins og hér stendur: Háskólinn á Akureyri (4), Háskóli Íslands (16), Háskólinn í Reykjavík (7) og Landbúnaðarháskóli Íslands (3). 

Þjálfuninni er skipt niður í sex hluta og byggir hver hluti á þeim fyrri, þannig að æskilegt er að sömu þátttakendur sitji öll skiptin, en það er ekki krafa. Hver háskóli tekur eigin ákvörðun um val á þátttakendum úr sínum röðum.

Upplýsingar um námskeið og þjálfara

Spurningar um þjálfunina og val á þátttakendum beinast til fulltrúa hverrar stofnunar:

Háskólinn á Akureyri: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir (gudrunth@unak.is)

Háskóli Íslands: Toby Erik Wikström (tew@hi.is)

Háskólinn í Reykjavík: Kristján Kristjánsson (kk@ru.is)

Landbúnaðarháskólinn: Hlynur Óskarsson (hlynur@lbhi.is)

English version









Þetta vefsvæði byggir á Eplica