Haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs
Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 60 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á haustmisseri að ganga til samninga um nýja styrki.
Í boði voru styrktarflokkarnir Sproti, Vöxtur og markaður. Alls bárust 246 umsóknir og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 20%. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.
Í þessari úthlutun er styrkveiting til nýrra verkefna 1.218 milljónir króna í heild, þar af 687 milljónir króna á fyrra ári verkefna.
Næsti umsóknarfrestur um fyrirtækjastyrki verður 15. mars 2023 og verður úthlutun tilkynnt um mánaðarmótin maí/júní sama ár.
Umsóknir í styrktarflokknum Fræ/Þróunarfræ voru teknar saman 1. nóvember sl. Alls bárust 40 umsóknir í Fræ/Þróunarfræ og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 30% fyrir þann styrktarflokk. Alltaf er opið fyrir umsóknir í Fræ en ráðgert er að umsóknir sem berast fyrir 15. febrúar 2023 í Fræ/Þróunarfræ verði næst teknar saman og sendar í mat hjá fagráði.
Haustfundur sjóðsins verður haldinn 12. desember í hátíðarsal Grósku kl. 15:00. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir og léttar veitingar í boði. Sjá frétt á vef Rannís.
Samantektarskýrsla Tækniþróunarsjóðs yfir haustúthlutun árið 2022 er á vef sjóðsins undir útgáfa og kynning.
Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja við rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi en hann er opinn fyrir nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnugreinum. Sjóðurinn er samkeppnissjóður sem býður upp á fjölmarga styrktarflokka fyrir verkefni á mismunandi stigi þróunar.
Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni*:
Sproti
| Umsækjandi | Titill | Verkefnisstjóri | 
| AMC ehf. | Roð leður | María Dís Ólafsdóttir | 
| Anna Carolina Worthington de Matos | Hringrásarsafnið Frumgerð 3 - Samþætting rafræns úrgangs í sjálfsafgreiðslukerfi. | Anna Carolina Worthington de Matos | 
| Daníel Bergmann Sigtryggsson | Smelli-rennslismælir fyrir sjálfbærni mælingar með eiginleika hluta-netsins | Daníel Bergmann Sigtryggsson | 
| Delta wave ehf. | Leela, gervigreind á mannamáli | Aðalsteinn Pálsson | 
| Einar Einarsson | Snjall hnéþjálfi | Arnrún Lea Einarsdóttir | 
| HOOBLA ehf. | Hoobla | Rebekka Silvía Ragnarsdóttir | 
| Humble ehf. | Smáforrit Humble | Hlynur Rafn Guðmundsson | 
| Kári Halldórsson | Hljóðgervill með snertiskjá | Kári Halldórsson | 
| Mahmoud Hassan | Snjallkerfi fyrir forvarnir heilabilunar | Mahmoud Hassan | 
| Mobiment ehf. | Undralingur | Helena Rut Sveinsdóttir | 
| Oceans ehf. | Hafsjór af gögnum - framboðs spá á þorski | Anna Björk Theodórsdóttir | 
| Octapoda ehf. | Nýjar lausnir í hafrannsóknum og mengunarvöktun | Kristinn Þröstur Sigurðarson | 
| Oddur Þórisson | Soundbird | Oddur Þórisson | 
| PaxFlow | PaxFlow | Soffía Kristín Þórðardóttir | 
| Páll Gunnarsson | Háþróuð Þara Lífolía fyrir Skip og Flugvélar | Páll Gunnarsson | 
| Silfurgen ehf | Framleiðsla ófrjórra bláskelja | Júlíus Birgir Kristinsson | 
| Surova ehf. | Sjálfstæð grænmetisræktunarlausn | Valentina Klaas | 
| Svava Kristinsdóttir | Brúnþara stoðefni til mjúkvefja styrkingar | Svava Kristinsdóttir | 
| Treatably ehf. | Treatably | Ásta Kristín Marteinsdóttir | 
| Yggdrasill Carbon ehf. | Stafræna umhverfismatið | Kara Magnúsdóttir | 
Vöxtur
| Umsækjandi | Titill | Verkefnisstjóri | 
| 3Z ehf. | Þróun lyfja við ADHD | Karl Ægir Karlsson | 
| Advise ehf. | Advise Business Monitor | Andri Birgisson | 
| ALOR ehf. | Orkuskipti í rafmagnsframleiðslu – skref fyrir skref | Linda Fanney Valgeirsdóttir | 
| Ankeri Solutions ehf. | Sjálfvirk skipamiðlun | Ásta Mekkín Pálsdóttir | 
| Álvit ehf. | Umhverfisvænn kragasalli og arftaki koltjörubiks | Kristján Friðrik Alexandersson | 
| Empower ehf. | SaaS hugbúnaður fyrir heildræna nálgun á jafnrétti og fjölbreytni (DEI) á vinnustöðum | Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé | 
| Euler ehf. | Gæðavaktari fyrir þrívíddarprentiðnað | Eiríkur Ragnar Eiríksson | 
| Genki Instruments ehf. | Genki Smart Pen — Tæknivæddur kúlupenni | Jón Helgi Hólmgeirsson | 
| Hyndla ehf. | Ræktun matþörunga allt árið | Bjarni G Bjarnason | 
| Landeldi hf. | Visthæfing landeldis | Þorvaldur Birgir Arnarsson | 
| Mobilitus ehf. | Víðmiðlun vélgreindra viðburðaupplýsinga | Þórarinn Á Stefánsson | 
| Moombix ehf. | Moombix | Björn Jóhannesson | 
| Pikkoló ehf. | Pikkoló - Snjalldreifikerfi fyrir matvöruverslanir á netinu. | Ragna Margrét Guðmundsdóttir | 
| Púls Media ehf. | Púls | Andri Már Þórhallsson | 
Markaðssókn
| Umsækjandi | Titill | Verkefnisstjóri | 
| 3Z ehf. | Sala á nýju þróunarlyfi við ADHD | Haraldur Þorsteinsson | 
| AwareGO ehf. | Markaðssókn AwareGO HRA í BNA og Vestur Evrópu | Guðrún Vaka Helgadóttir | 
| Evolytes ehf. | Evolytes - Leiðandi stærðfræðinámskerfi í Evrópu | Mathieu Grettir Skúlason | 
| Hripa ehf. | Markaðssókn á BaSiliCoat® ásætuvörn á Norðurlöndum | Jakob K Kristjánsson | 
| Neckcare Holding ehf. | NeckCare á Bandaríkjamarkað | Magnús Kjartan Gíslason | 
| Two Birds ehf. | Markaðssókn fyrir Aurbjörgu Premium | Viðar Engilbertsson | 
Markaðsþróun
| Umsækjandi | Titill | Verkefnisstjóri | 
| ALOR ehf. | Markaðsþróun fyrir Alor ehf. | Linda Fanney Valgeirsdóttir | 
| Fleygiferð ehf. | Leviosa - Markaðsþróun | Matthías Leifsson | 
| Flygildi ehf. | Markaðsþróun fyrir Silent Flyer | Björg Ormslev Ásgeirsdóttir | 
| Gagarín ehf. | Markaðsþróun fyrir ASTRID loftslagslausnir á Norðurlöndunum | Vanessa Julia Carpenter | 
| HEIMA Software ehf. | Uppbygging markaðsinnviða HEIMA smáforritsins fyrir útgáfu og markaðssetningu á Norðurlöndunum | Alma Dóra Ríkarðsdóttir | 
| Nordverse Medical Solutions ehf. | Prescriby: Stafrænt kerfi til að tryggja öruggari uppáskriftir ópíóíða | Kjartan Þórsson | 
| Outcome ehf. | Markaðsþróun fyrir Outcome teymisnetið | Guðrún Fema Ólafsdóttir | 
| Sowilo ehf. | Uppbygging markaðsinnviða fyrir sókn Rebutia á Bandaríkjamarkað | Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir | 
Fræ/Þróunarfræ
| Heiti verkefnis | Verkefnisstjóri | 
| Buzz | Einar Gylfi Harðarson | 
| Forkönnun - Kolefnisjöfnun með menntun stúlkna | Guðný Nielsen | 
| Gerð kannana á fýsileika, hagfræðilegum áhrifum og markaðsmöguleikum endurhæfingatækis fyrir rúmliggjandi sjúklinga | Arnar Hafsteinsson | 
| Græn nýtingarhús | Alfreð Steinmar Hjaltason | 
| Mathilde | Davíð Phuong Xuan Nguyen | 
| Nothæf umhverfisgögn fyrir orkugeirann | Smári Páll McCarthy | 
| Ofurnákvæmar hnitsetningar með snjallsímum | Hjörtur Grétarsson | 
| Ok, One More Game (Developer): tól til að koma jafnvægi á tölvuleikja-völlinn | Alexandra Mjöll Young | 
| Opus Futura - Betra aðgengi að vinnuafli | Helga Jóhanna Oddsdóttir | 
| SaltGagn | Dagur Ingi Ólafsson | 
| Totel.ly Nærumhverfis markaðstorg | Tanja Johanna P. Wohlrab-Ryan | 
| Virkjun vinds á úthafi | Geir Guðmundsson | 
*Listinn er birtur með fyrirvara um villur

 
            