Haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs

7.12.2022

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 60 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á haustmisseri að ganga til samninga um nýja styrki.

Í boði voru styrktarflokkarnir Sproti, Vöxtur og markaður. Alls bárust 246 umsóknir og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 20%. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.

Í þessari úthlutun er styrkveiting til nýrra verkefna 1.218 milljónir króna í heild, þar af 687 milljónir króna á fyrra ári verkefna.

Næsti umsóknarfrestur um fyrirtækjastyrki verður 15. mars 2023 og verður úthlutun tilkynnt um mánaðarmótin maí/júní sama ár.

Umsóknir í styrktarflokknum Fræ/Þróunarfræ voru teknar saman 1. nóvember sl. Alls bárust 40 umsóknir í Fræ/Þróunarfræ og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 30% fyrir þann styrktarflokk. Alltaf er opið fyrir umsóknir í Fræ en ráðgert er að umsóknir sem berast fyrir 15. febrúar 2023 í Fræ/Þróunarfræ verði næst teknar saman og sendar í mat hjá fagráði.

Haustfundur sjóðsins verður haldinn 12. desember í hátíðarsal Grósku kl. 15:00. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir og léttar veitingar í boði. Sjá frétt á vef Rannís.

Samantektarskýrsla Tækniþróunarsjóðs yfir haustúthlutun árið 2022 er á vef sjóðsins undir útgáfa og kynning.

Skoða samantektarskýrslu

Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja við rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi en hann er opinn fyrir nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnugreinum. Sjóðurinn er samkeppnissjóður sem býður upp á fjölmarga styrktarflokka fyrir verkefni á mismunandi stigi þróunar.

Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni*:

Sproti

Umsækjandi Titill Verkefnisstjóri
AMC ehf. Roð leður María Dís Ólafsdóttir
Anna Carolina Worthington de Matos Hringrásarsafnið Frumgerð 3 - Samþætting rafræns úrgangs í sjálfsafgreiðslukerfi. Anna Carolina Worthington de Matos
Daníel Bergmann Sigtryggsson Smelli-rennslismælir fyrir sjálfbærni mælingar með eiginleika hluta-netsins Daníel Bergmann Sigtryggsson
Delta wave ehf. Leela, gervigreind á mannamáli Aðalsteinn Pálsson
Einar Einarsson Snjall hnéþjálfi Arnrún Lea Einarsdóttir
HOOBLA ehf. Hoobla Rebekka Silvía Ragnarsdóttir
Humble ehf. Smáforrit Humble Hlynur Rafn Guðmundsson
Kári Halldórsson Hljóðgervill með snertiskjá Kári Halldórsson
Mahmoud Hassan Snjallkerfi fyrir forvarnir heilabilunar Mahmoud Hassan
Mobiment ehf. Undralingur Helena Rut Sveinsdóttir
Oceans ehf. Hafsjór af gögnum - framboðs spá á þorski Anna Björk Theodórsdóttir
Octapoda ehf. Nýjar lausnir í hafrannsóknum og mengunarvöktun Kristinn Þröstur Sigurðarson
Oddur Þórisson Soundbird Oddur Þórisson
PaxFlow PaxFlow Soffía Kristín Þórðardóttir
Páll Gunnarsson Háþróuð Þara Lífolía fyrir Skip og Flugvélar Páll Gunnarsson
Silfurgen ehf Framleiðsla ófrjórra bláskelja Júlíus Birgir Kristinsson
Surova ehf. Sjálfstæð grænmetisræktunarlausn Valentina Klaas
Svava Kristinsdóttir Brúnþara stoðefni til mjúkvefja styrkingar Svava Kristinsdóttir
Treatably ehf. Treatably Ásta Kristín Marteinsdóttir
Yggdrasill Carbon ehf. Stafræna umhverfismatið Kara Magnúsdóttir

Vöxtur

Umsækjandi Titill Verkefnisstjóri
3Z ehf. Þróun lyfja við ADHD Karl Ægir Karlsson
Advise ehf. Advise Business Monitor Andri Birgisson
ALOR ehf. Orkuskipti í rafmagnsframleiðslu – skref fyrir skref Linda Fanney Valgeirsdóttir
Ankeri Solutions ehf. Sjálfvirk skipamiðlun Ásta Mekkín Pálsdóttir
Álvit ehf. Umhverfisvænn kragasalli og arftaki koltjörubiks Kristján Friðrik Alexandersson
Empower ehf. SaaS hugbúnaður fyrir heildræna nálgun á jafnrétti og fjölbreytni (DEI) á vinnustöðum Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé
Euler ehf. Gæðavaktari fyrir þrívíddarprentiðnað Eiríkur Ragnar Eiríksson
Genki Instruments ehf. Genki Smart Pen — Tæknivæddur kúlupenni Jón Helgi Hólmgeirsson
Hyndla ehf. Ræktun matþörunga allt árið Bjarni G Bjarnason
Landeldi hf. Visthæfing landeldis Þorvaldur Birgir Arnarsson
Mobilitus ehf. Víðmiðlun vélgreindra viðburðaupplýsinga Þórarinn Á Stefánsson
Moombix ehf. Moombix Björn Jóhannesson
Pikkoló ehf. Pikkoló - Snjalldreifikerfi fyrir matvöruverslanir á netinu. Ragna Margrét Guðmundsdóttir
Púls Media ehf. Púls Andri Már Þórhallsson

 

 

 

Markaðssókn

Umsækjandi Titill Verkefnisstjóri
3Z ehf. Sala á nýju þróunarlyfi við ADHD Haraldur Þorsteinsson
AwareGO ehf. Markaðssókn AwareGO HRA í BNA og Vestur Evrópu Guðrún Vaka Helgadóttir
Evolytes ehf. Evolytes - Leiðandi stærðfræðinámskerfi í Evrópu Mathieu Grettir Skúlason
Hripa ehf. Markaðssókn á BaSiliCoat® ásætuvörn á Norðurlöndum Jakob K Kristjánsson
Neckcare Holding ehf. NeckCare á Bandaríkjamarkað Magnús Kjartan Gíslason
Two Birds ehf. Markaðssókn fyrir Aurbjörgu Premium Viðar Engilbertsson

 

Markaðsþróun

Umsækjandi Titill Verkefnisstjóri
ALOR ehf. Markaðsþróun fyrir Alor ehf. Linda Fanney Valgeirsdóttir
Fleygiferð ehf. Leviosa - Markaðsþróun Matthías Leifsson
Flygildi ehf. Markaðsþróun fyrir Silent Flyer Björg Ormslev Ásgeirsdóttir
Gagarín ehf. Markaðsþróun fyrir ASTRID loftslagslausnir á Norðurlöndunum Vanessa Julia Carpenter
HEIMA Software ehf. Uppbygging markaðsinnviða HEIMA smáforritsins fyrir útgáfu og markaðssetningu á Norðurlöndunum Alma Dóra Ríkarðsdóttir
Nordverse Medical Solutions ehf. Prescriby: Stafrænt kerfi til að tryggja öruggari uppáskriftir ópíóíða Kjartan Þórsson
Outcome ehf. Markaðsþróun fyrir Outcome teymisnetið Guðrún Fema Ólafsdóttir
Sowilo ehf. Uppbygging markaðsinnviða fyrir sókn Rebutia á Bandaríkjamarkað Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir

 

Fræ/Þróunarfræ

Heiti verkefnis Verkefnisstjóri
Buzz Einar Gylfi Harðarson
Forkönnun - Kolefnisjöfnun með menntun stúlkna Guðný Nielsen
Gerð kannana á fýsileika, hagfræðilegum áhrifum og markaðsmöguleikum endurhæfingatækis fyrir rúmliggjandi sjúklinga Arnar Hafsteinsson
Græn nýtingarhús Alfreð Steinmar Hjaltason
Mathilde Davíð Phuong Xuan Nguyen
Nothæf umhverfisgögn fyrir orkugeirann Smári Páll McCarthy
Ofurnákvæmar hnitsetningar með snjallsímum Hjörtur Grétarsson
Ok, One More Game (Developer): tól til að koma jafnvægi á tölvuleikja-völlinn Alexandra Mjöll Young
Opus Futura - Betra aðgengi að vinnuafli Helga Jóhanna Oddsdóttir
SaltGagn Dagur Ingi Ólafsson
Totel.ly Nærumhverfis markaðstorg Tanja Johanna P. Wohlrab-Ryan
Virkjun vinds á úthafi Geir Guðmundsson

 

*Listinn er birtur með fyrirvara um villur









Þetta vefsvæði byggir á Eplica