Uppbyggingarsjóður EES styrkir tékkneskt - íslenskt menningarsamstarf

24.1.2023

Myndlistarsýningin Brot af annars konar þekkingu og er styrkt af sjóðnum stendur yfir í Nýlistasafninu (Nýló) frá 26. janúar til 5. mars nk.

Tékkneskir sýningarstjórar og listafólk frá Íslandi og Tékklandi opna sýninguna Brot af annars konar þekkingu í NÝLÓ á fimmtudaginn, 26. janúar nk. klukkan 17.00. Sýningin er samstarf Meetfactory í Tékklandi, Listar án landamæra og NÝLÓ.

Sýningin  stiklar á stóru í þriggja ára rannsóknarverkefninu og sýningarröðinni Annars konar þekking sem hófst í MeetFactory galleríinu í Prag, Tékklandi. Hún státar af verkum völdum af Terezu Jindrová og Evu B. Riebová og beinir sjónum að auðkennandi verkum sem hafa verið sýnd á þeim tíu sýningum sem hafa heyrt undir Annars konar þekking.

Meðal listafólks sýningarinnar er okkar fremsta fatlaða listafólk, Sindra Ploder, Guðrúnu Bergs og Guðjón Gísla ásamt frábæru ófötluðu listafólki frá Íslandi og Tékklandi.

Facebook viðburður

Vefur Uppbyggingarsjóðs EES

Þetta vefsvæði byggir á Eplica