Tónlistarsjóður fyrri úthlutun 2023
Umsóknarfresti lauk 1. nóvember 2022, í sjóðinn barst 131 umsókn frá mismunandi greinum tónlistar. Heildarupphæð sem sótt var um var ríflega 141 milljón króna.
Fjöldi styrkja: Alls er úthlutað 31.580.000
kr. til 56 verkefna. Að auki er 7 styrkþegar með samning til
3 ára* og til þeirra er ráðstafað 32 milljónum. Samtals er úthlutun
úr tónlistarsjóði 63.580 milljónir
kr.
Verkefni skiptast þannig: 42 styrkir fara til sígildrar og samtímatónlistar, 6 styrkir til jazz-og blús verkefna og 8 styrkir til tónlistarverkefna af öðrum toga þar á meðal til íslensku tónlistarverðlaunanna, sem sameina allar gerðir tónlistar. Er þetta í samræmi við þær umsóknir sem bárust sem voru flestar úr geira sígildrar og samtímatónlistar.
Styrkt verkefni: Hæsta styrkinn að þessu sinni fær Andlag slf. 1,5 milljón fyrir Sönghátíð í Hafnarborg en hátíðin hefur alla tíð vakið mikla athygli. Auk þess hljóta fjögur verkefni styrk að upphæð 1 milljón króna hvert: Hlutamengi ehf, Múlinn jazzklúbbur, Kammermúsik-klúbburinn og Góli ehf, fyrir páskatónleika í Selfosskirkju
Sjö verkefni sem snúa að börnum og barnamenningu fá verkefnisstyrki. Hæstu styrki fá: BIG BANG tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur og Djasshátíð barnanna, sem hvor um sig fá 800.000 kr. í styrk
Margar góðar umsóknir bárust en nokkuð var um að þær féllu ekki inní tímaramma fyrri úthlutunar úr sjóðnum þ.e. verkefni sem fara fram á tímabilinu 1. janúar - 1. júlí.
Listi yfir tónlistarverkefni fyrri úthlutun 2023
| Umsækjandi | Titill | Styrkur |
| Andlag slf. | Sönghátíð í Hafnarborg | 1.500.000 |
| Andrew Junglin Yang | Westfjords Piano Festival | 500.000 |
| Andrés Þór Gunnlaugsson | Síðdegistónar í Hafnarborg 2023 | 700.000 |
| Andrés Þór Gunnlaugsson | Andrés Þór Tríó - Tónleikaferð | 400.000 |
| Anna Hugadóttir | Hljóðheimur víólunnar - Duo Borealis í 20 ár | 400.000 |
| Aulos, félagasamtök | WindWorks í Norðri | 600.000 |
| Austuróp - listhópur Fljótsdalshéraðs | Ljóðahátíð og Passíusálmar í Dymbilviku | 300.000 |
| Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni (Lilja Eggertsdóttir) | Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni - hádegistónleikar | 500.000 |
| BIG BANG tónlistarhátíð | BIG BANG, tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur | 800.000 |
| Bjarni Thor Kristinsson | Afmælistónleikar og Vetrarferð | 400.000 |
| Björg | Útgáfutónleikar GROWL POWER | 400.000 |
| Blús milli fjalls og fjöru, félagasamtök | Blús milli fjalls og fjöru. | 300.000 |
| Ármann Helgason, v. Camerarctica | Kammertónleikar Camerarctica 2023 fyrri hluti | 500.000 |
| Davíð Þór Jónsson | Spunaflug, Tónleikaröð DÞJ | 500.000 |
| Eilífur slf. | Tónleikaferðalag Viktors Orra og Álfheiðar Erlu | 700.000 |
| Erna Ómarsdóttir | Á rómantískum nótum | 400.000 |
| Evrópusamband píanókennara | Sjöunda innanlandsráðstefna EPTA á Íslandi | 500.000 |
| Félag íslenskra tónlistarmanna | Velkomin heim í Hörpu | 500.000 |
| Félag íslenskra tónlistarmanna | Klassík í Vatnsmýrinni | 400.000 |
| Flemming Viðar Valmundsson | Non Mutually Inclusive #1 - PAKK Collective | 300.000 |
| Góli ehf. | Páskatónleikar SInfóníuhljómsveitar Suðurlands | 1.000.000 |
| Guðrún Rútsdóttir | Djasshátíð barnanna | 800.000 |
| Hildigunnur Einarsdóttir | Sous la surface | 500.000 |
| Hildigunnur Halldórsdóttir | 15:15 tónleikasyrpan | 700.000 |
| HIMA - Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu | HIMA 2023 | 800.000 |
| Hlutmengi ehf. | Mengi 10 ára – Stöðug tónleikadagskrá 2023 | 1.000.000 |
| Ingi Bjarni Skúlason | Kynning á plötunni Farfuglar | 200.000 |
| Ingibjörg Guðlaugsdóttir | Útgáfutónleikar | 400.000 |
| Íslensk tónverkamiðstöð | PODIUM | 500.000 |
| Jón Þorsteinn Reynisson | Ítríó - tónleikaferð | 400.000 |
| Kammerhópurinn Reykjavík-Barokk |
Kona-forntónlistarhátíð 2023: Barokk í Breiðholtinu |
700.000 |
| Kammerkór Norðurlands | Magnificat eftir John Rutter í Selfosskirkju | 700.000 |
| Kammermúsíkklúbburinn | Kammermúsíkklúbburinn | 1.000.000 |
| Kársnesskóli | Kórahátíð Kársness - Útgáfutónleikar | 400.000 |
| Kór Hallgrímskirkju | Mozart í maí | 800.000 |
| Kór Langholtskirkju | 70 ára afmælistónleikar: Messías eftir Händel | 700.000 |
| Magnaðir ehf. | Tónlistarhátíðin Bræðslan 2023 | 300.000 |
| Magnea Tómasdóttir | Tónar í Hvalsneskirkju | 380.000 |
| Maximus Musicus ehf. | Sögustundir Maxa í Hörpu Kaldalóni. | 400.000 |
| Múlinn - jazzklúbbur | Tónleikaröð Jazzklúbbsins í Tónlistarhúsinu | 1.000.000 |
| Músik í Mývatnssveit, félag | Músík í Mývatnssveit 2023 | 400.000 |
| Reykjavík Recording Orchestra | Reykjavík Recording Orchestra. | 800.000 |
| Samtónn, hagsmunafélag | Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 | 800.000 |
| Schola Cantorum, kammerkór | Útgáfutónleikar. Meditatio II | 400.000 |
| Sinfóníuhljómsveit unga fólksins | Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins 2023 | 800.000 |
| Sinfóníuhljómsveit Austurlands | Kvikmyndatónleikar | 400.000 |
| Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna | Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna | 400.000 |
|
Stefan Sand Groves |
Look at the music! (Sjáðu tónlistina!) | 600.000 |
| Stefán Ómar Jakobsson | Kurt Weill fer á flakk | 600.000 |
| Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir | SVARTIR SAUÐIR/CZARNE OWCE | 400.000 |
| Stelpur rokka!, félagasamtök | Tónleikaröð Stelpur rokka! 2023 | 500.000 |
| Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ | Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ | 500.000 |
| Sunna Gunnlaugsdóttir | Lög við ljóð Jóns úr Vör | 200.000 |
| Sviðslistahópurinn Óður | Don Pasquale | 800.000 |
| Tónlistarfélag Akureyrar | Tónlistarfélag Akureyrar tónleikaröð | 500.000 |
| Hafnarfjarðarkaupstaður | Hljóðön vor 2023: Yunge Eylands Varpcast Netwerkið | 200.000 |
*Þriggja
ára samningar 2021–2023 árleg úthlutun:
Caput 6.000.000
Kammersveit Reykjavíkur 6.000.000
Myrkir músíkdagar 4.000.000
Stórsveit Reykjavíkur 6.000.000
Sumartónleikar í Skálholtskirkju 4.000.000
Samtals: 26 milljónir
Endurnýjaðir
samningar 2022-2024 árleg úthlutun
Nordic Affect Starf
Nordic Affect 2.500.000
Jazzhátíð Reykjavíkur Jasshátíð 3.500.000
Samtals: 6.000.000
Tónlistarráð skipa:
Arndís Björk Ásgeirsdóttir (formaður),
Freyr Eyjólfsson
Aðalheiður Þorsteinsdóttir
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

