Opnað fyrir umsóknir um UK-Iceland Explorer námsstyrki 2023

12.1.2023

UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðurinn er liður í auknu samstarfi milli Íslands og Bretlands á sviði menntunar, rannsókna, nýsköpunar og geimvísinda. Umsóknarfrestur er 4. apríl kl. 15:00.

  • Thames-gee52fb22a_1920

Sjóðnum er ætlað að koma til móts við þann kostnað sem hlýst vegna skólagjalda og mun hver styrkhafi fá styrk fyrir skólagjöldum sem nemur að hámarki 10.000 sterlingspundum.

Einstaklingar sem stefna á framhaldsnám til fullrar gráðu við háskóla í Bretlandi á skólaárinu 2023-2024 geta sótt um styrkinn til Rannís, sem annast umsýslu sjóðsins í samstarfi við Geimferðastofnun Bretlands og breska sendiráðið í Reykjavík. Umsóknir sem tengjast geimvísindum eru settar í sérstakan forgang en ekki er gerð krafa um slíka tengingu. Styrkhafar eiga kost á því að sækja um tveggja mánaða launaða starfsþjálfun hjá Geimferðastofnun Bretlands á sama tíma og sótt er um UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðinn.

Allar nánari upplýsingar um UK-Iceland Explorer og umsóknarform má finna á síðu sjóðsins. Tekið er á móti umsóknum til 4. apríl kl. 15:00 að íslenskum tíma.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica