Skjalastjóri

13.1.2023

Rannís óskar eftir skjalastjóra í fullt starf. Starfið felur í sér ábyrgð á að skjala- og gagnastjórnun sé unnin í samræmi við gildandi lög. Yfirumsjón með skjala- og gagnavistun, málastjórnun og upplýsingaöryggi óháð kerfum. Umsóknarfrestur er útrunninn og verið er að vinna úr umsóknum.

Umsjón með skjalastjórnunarkerfi Rannís (GoPro). Viðhald skjalahandbókar með tilheyrandi stöðlum um verklag tengt skjala- og gagnamálum Rannís. Annast samskipti við þjónustuaðila vegna M365 hugbúnaðar og þjónustu við starfsfólk tengt þeim hugbúnaði t.d. stofnun teyma og viðhald skipulags. Miðlar þekkingu til starfsfólks og stjórnenda í gegnum leiðsögn og fræðslu um skjala- og gagnamál og M365. Undirbúningur og eftirfylgni við rafræn skil til Þjóðskjalasafns. Viðhald og mótun skjalastjórnunarstefnu Rannís.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði skjalastjórnunar og/eða haldbær reynsla á sviði skjalastjórnunar

  • Þekking á GoPro eða sambærilegu skjalastjórnunarkerfi áskilin

  • Þekking á M365 (Teams, Sharepoint) og færni í helstu Office forritum

  • Skipulögð og öguð vinnubrögð og færni til að tjá sig í ræðu og riti

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

  • Kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur

  • Góð samskiptafærni áskilin ásamt frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Samviskusemi og metnaður til að ná árangri í starfi með því að veita góða þjónustu og leiða verk áfram

Upplýsingar um starfið veitir Herdís Þorgrímsdóttir, sviðstjóri rekstrarsviðs, herdis.thorgrimsdottir@rannis.is eða í síma 515 5804.

Umsóknarfrestur var til og með mánudagsins 23. janúar 2023. Umsóknarfrestur er útrunninn og verið er að vinna úr umsóknum.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisstefnu Rannís og fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Rannís er líflegur vinnustaður með um 60 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica