Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

31.1.2023

Umsóknarfrestur er 3. mars 2023, kl. 15:00. Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. 

Við úthlutun verður tekið tillit til hvort námsefnið styðji við grunnþætti menntunar og hversu aðgengilegt það verður nemendum. Forgangsatriðin í ár eru:

1. Námsefni ætlað innflytjendum vegna tungumálakennslu.

2. Námsefni sem styður við samfélags- og náttúrugreinar.

3. Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum

námsgreinum.

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Hægt verður að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 2,0 milljónir króna, en einnig hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 4,0 milljónir króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita að hámarki tveimur umsóknum þennan hámarksstyrk, að skilyrðum settum.

Umsóknarfrestur er til 3. mars 2023 kl. 15.00.

Umsókn skal skilað á rafrænu formi. Sjá frekari upplýsingar um sjóðinn.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica