Þýðingarstyrkir Creative Europe til bókaútgefenda

17.10.2025

Umsóknarfrestur er til 29. janúar 2026. Um 40 verkefni eru styrkt og eru 5 milljónir evra til úthlutunar. Verk frá minni málsvæðum njóta forgangs til þýðinga.

Ár hvert eru styður Creative Europe þýðingar á um 500 bókmenntaverka, sem ná til nýrra lesenda í Evrópu og víðar. Bókaútgefendur þýða, dreifa og kynna bókmenntir frá um 40 tungumálum. 

Bókaútgefendur geta sótt um einir og sér eða í félagi með öðrum útgefendum. Í umsóknum á verkefnið á að lýsa styrkri ritstjórnarstefnu, dreifingar- og kynningaráætlun. Umsókn felur í sér minnst 5 mismunandi bókmenntaverk frá rithöfundum þátttökulanda Creative Europe.

Hægt er að sækja um í þremur stærðarflokkum:

  • Minnst 5 verk þýdd – allt að 100.000 evrur
  • Minnst 11 verk þýdd – allt að 200.000 evrur
  • Minnst 21 verk þýdd – allt að 300.000 evrur.  ATH. þessi flokkur er einungis fyrir a.m.k. tvo útgefendur í samstarfi.

Frétt á vef Creative Europe
Kallið í umsóknargátt
Kallið útskýrt (pdf)








Þetta vefsvæði byggir á Eplica