Hefur þú áhuga á að sækja um styrk í Nordplus?

10.11.2025

Næsti umsóknarfrestur fyrir verkefnastyrki í Nordplus menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar er 2. febrúar 2026. Í nóvember býður Rannís upp á fjóra rafræna kynningarfundi á Teams þar sem kynnt verða helstu tækifæri og umsóknarferlið innan hverrar undiráætlunar.

  • Nordplus-kynningarfundir-2025

Nordplus er stærsta menntaáætlun Norðurlandanna og nær yfir fimm undiráætlanir: fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig, fullorðinsfræðslu, háskólastig, tungumál Norðurlandanna og þverfaglegt samstarf milli menntastiga.

Á kynningarfundunum verða kynnt þau fjölbreyttu tækifæri sem Nordplus býður upp á til samstarfs og hreyfanleika milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Einnig verður farið yfir umsóknarferlið og veitt góð ráð fyrir nýja og reynslumikla umsækjendur.

Dagskrá kynningarfunda

Nordplus Junior – fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, ásamt list- og verknámsskólum og tónlistarskólum
18. nóvember kl. 15:00–16:00
Junior- nánari upplýsingar og skráning

Nordplus fyrir fullorðinsfræðslu – fyrir stofnanir og samtök í fullorðinsfræðslu, bæði formlegu og óformlegu námi
24. nóvember kl. 14:00–15:00
Fullorðinsfræðsla - nánari upplýsingar og skráning

Nordplus fyrir háskólastigið – fyrir samstarf á háskólastigi
26. nóvember kl. 13:00–13:30
Háskólastigið - nánari upplýsingar og skráning

Nordplus Norræna tungumálaáætlunin og Nordplus Horizontal - fyrir menntastofnanir og samtök sem vilja vinna að verkefnum um Norræn tungumál eða þvert á skólastig
25. nóvember, kl. 14:15–15:00
Norræna tungumálaáætlunin og Horizontal - nánari upplýsingar og skráning

Ef þú ert að huga að umsókn eða vilt fræðast nánar um möguleika til samstarfs innan Nordplus er tilvalið að taka þátt og spyrja spurninga. Starfsfólk Nordplus kynnir áætlunina og veitir leiðbeiningar um undirbúning umsókna.

Viðburðirnir eru opnir öllum áhugasömum en við biðjum þátttakendur að skrá sig fyrirfram.

Skráning fer fram hér

Nánari upplýsingar veitir:
Eydís Inga Valsdóttir, umsjónarmaður Nordplus á Íslandi
netfang: nordplus@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica