Kynningarfundur um Nordplus Norrænu tungumálaáætlunina og Nordplus Horizontal
Rafrænn kynningarfundur um Nordplus Norrænu tungumálaáætlunina og Nordplus Horizontal verður haldinn 25. nóvember kl. 14:15–15:00. Kynnt verða tækifæri til samstarfsverkefna á sviði tungumála, menningar og þverfaglegs samstarfs milli menntastiga.
Á fundinum verður fjallað um tvær undiráætlanir Nordplus. Nordplus Norræna tungumálaáætlunin styður verkefni sem efla tungumál Norðurlandanna og norræna menningu, en Nordplus Horizontal leggur áherslu á þverfaglegt samstarf milli skólastiga og menntageira, meðal annars í nýsköpunar- og þróunarverkefnum, ráðstefnum og námskeiðum.
Fundurinn fer fram á Teams og er opinn öllum áhugasömum.
Nánari upplýsingar: nordplus@rannis.is

