Kynningarfundur um Nordplus fyrir háskólastigið

10.11.2025

Rafrænn kynningarfundur um Nordplus Háskólastig verður haldinn 26. nóvember kl. 13:00–13:30. Undiráætlunin styður samstarfsverkefni og náms- og þjálfunarferðir fyrir háskóla, kennara og háskólanema.

  • Norsplus-higher-education-kynningarfundur-2025

Á fundinum verður farið yfir styrktækifæri fyrir háskóla innan Nordplus, þar á meðal samstarfsnet, þróunarverkefni og náms- og þjálfunarferðir kennara og nemenda milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Einnig verður fjallað um umsóknarferlið og undirbúning styrkumsókna fyrir umsóknarfrestinn 2. febrúar 2026.

Fundurinn fer fram á Teams og er opinn öllum áhugasömum.

Skráning fer fram hér


Nánari upplýsingar: nordplus@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica