Kynningarfundur um Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla

10.11.2025

Kynningarfundur um Nordplus Voksen þann 24. nóvember kl. 14:00-15:00 þar sem farið verður yfir tækifæri til samstarfs og styrkja fyrir stofnanir og samtök sem starfa innan fullorðinsfræðslu.

  • Nordplus-voksen-kynningarfundur-2025

Á fundinum verður kynnt hvernig stofnanir, samtök og félög sem starfa að formlegri og óformlegri fræðslu fullorðinna geta sótt um styrki til samstarfsverkefna og náms- og þjálfunarferða innan Nordplus. Farið verður yfir styrkflokka, umsóknarferli og dæmi um verkefni sem hafa hlotið styrk.

Fundurinn fer fram á Teams og er opinn öllum áhugasömum.

Skráning fer fram hér

Nánari upplýsingar: nordplus@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica