Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus 2026

3.11.2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023–2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir árið 2026 er að efla hæfni og þekkingu til að styrkja samkeppnishæfni Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. 

Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2026, kl. 23:59 CET.

  • NORDPLUS-Keyboard-button

Um Nordplus

Nordplus er stærsta menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og hvetur skóla, stofnanir og samtök á sviði menntunar og þjálfunar til að sækja um styrki fyrir alþjóðlegt samstarf, starfsmanna- og nemendaskipti, sameiginleg verkefni og samstarfsnet milli menntastofnana í Danmörku, Eistlandi, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð og á Álandseyjum.

Heildarfjárhæð til úthlutunar árið 2026 er um 10,7 milljónir evra.

Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og samstarfsaðila er að finna á heimasíðu Nordplus: www.nordplusonline.org

Áhersla Nordplus 2026

Árið 2025 verður lögð áhersla á þemað Aukin þekking og færni til að styrkja samkeppnishæfni Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.“ Það er þó ekki skilyrði fyrir styrk að umsóknin tengist beint árlegu áhersluatriði – allar umsóknir eru metnar út frá gæðum og markmiðum verkefnisins.

Nordplus áætlanir 2023–2027

Nordplus inniheldur fimm undiráætlanir sem ná yfir öll stig menntunar:

  • Nordplus Junior: Styrkir fyrir grunn- og framhaldsskóla og leikskóla

  • Nordplus Higher Education: Styrkir fyrir háskólastig

  • Nordplus Adult: Styrkir fyrir fullorðinsfræðslu

  • Nordplus Horizontal: Þverfagleg verkefni og samstarfsnet

  • Nordplus Nordic Languages: Verkefni sem efla norræn tungumál

Nánari upplýsingar fást með því að hafa samband við nordplus@rannis.is 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica