Hyggur þú á að sækja um styrk í Nordplus? Velkomin á Nordplus Café!
Nordplus býður upp á rafrænan upplýsingafund þann 5. nóvember kl. 12:00 fyrir umsækjendur sem hafa áhuga á að kynna sér þau tækifæri sem í boði eru og hyggja á að sækja um styrk í næsta umsóknarfrest sem verður þann 2. febrúar 2026.
Þann 5. nóvember næstkomandi kl. 12:00 að íslenskum tíma (13:00 CET) verður haldinn rafrænn upplýsingafundur um næsta umsóknarfrest í Nordplus sem verður 2. febrúar 2026.
Á fundinum fá þátttakendur kynningu á undiráætlunum Nordplus og umsóknarferlinu. Eftir stutta kynningu verður tími fyrir spurningar, innblástur og tengslamyndun við samstarfsaðila víðs vegar að úr Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum.
Viðburðurinn fer fram á ensku og stendur yfir í um eina klukkustund – taktu kaffibollann með og kíktu við!
Undiráætlanir Nordplus:
-
Nordplus Junior – leik-, grunn- og framhaldsskólastig
-
Nordplus Higher Education – háskólastig
-
Nordplus Adult – fullorðinsfræðsla
-
Nordplus Horizontal – þvert á skólastig
-
Nordplus Nordic Languages – tungumál Norðurlandanna
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Nordplus.
Nauðsynlegt er að skrá sig, en opið er fyrir skráningar til og með mánudeginum 4. nóvember 2025. Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.

