Upplýsingafundur fyrir starfsfólk í skapandi greinum

28.10.2025

Rannís, Listaháskóli Íslands og Rannsóknasetur skapandi greina bjóða til upplýsingafundar um samstarfs- og styrkjamöguleika í Evrópu fyrir skapandi greinar þann 13. nóvember nk.

Aðalgestur fundarins verður Kati Uusi-Rauva, forstöðukona Regional Hub North hjá EIT Culture & Creativity, sem kemur sérstaklega til Íslands til að kynna starfsemi EIT og þau fjölbreyttu tækifæri sem standa aðilum í skapandi greinum til boða í gegnum þetta nýja evrópska samstarfsnet.

Á fundinum verður einnig farið yfir tækifæri í Creative Europe og Horizon Europe.

Fundurinn verður haldinn í Listaháskóla Íslands, Stakkahlíð 1, í fyrirlestrarsalnum Skriðu, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 10:00–12:00.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig:

Skráning á evrópskir styrkjamöguleikar fyrir skapandi greinar

Fundurinn fer fram á íslensku og á ensku. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica