Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni

30.9.2025

Rannís, Hugverkastofan, Íslandsstofa og Nýsköpunarsjóðurinn Kría bjóða til Nýsköpunarþings 2025 í Grósku 30. október kl. 14:00-15:30. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025 verða veitt á þinginu.

  • Nyskopunarthing-2025-mynd-med-frett-NYTT-1-

Hvað hefur Ísland fram að leggja í nýsköpun á alþjóðlegum markaði og hvernig geta óvæntar vendingar í alþjóðamálum haft áhrif á sókn íslenskra nýsköpunarfyrirtækja erlendis?

Skráning á Nýsköpunarþing

Íslensk nýsköpunarfyrirtæki mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni á erlendum mörkuðum. Að ná fótfestu á nýjum markaði getur reynst flóknara en áætlanir gera ráð fyrir og óvæntar vendingar í alþjóðamálum geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Hvernig hefur þróun alþjóðamála áhrif á íslensk nýsköpunarfyrirtæki og framtíð þeirra og geta þau með einhverjum hætti varið sig eða jafnvel skapað ný tækifæri? Í þessu samhengi er nærtækt að horft til Bandaríkjanna og þeirra áhrifa sem hækkun innflutningstolla hefur á íslensk nýsköpunarfyrirtæki.  

Í lok þingsins veitir Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025.

Dagskrá*

  • 14:00 – Setning Nýsköpunarþings
    • Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
  • 14:10 – Aðalfyrirlesari
    • Svanhildur Hólm , sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
  • 14:40 -  Einkaleyfisumsóknir íslenskra fyrirtækja 2004 - 2024: 
    • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar
  • 14:50 – Ísland í stóru myndinni (Pallborð)
    • Tanya Zarov, aðstoðarforstjóri Alvotech
    • Erla Skúladóttir – stjórnarformaður Lauf Cycles (Nýsköpunarfyrirtæki ársins 2021)
    • Sveinn Sölvason – forstjóri og framkvæmdastjóri Embla Medical
    • Ólafur Karl Sigurðarson, aðstoðarforstjóri Kapp
  • 15:20 - Afhending Nýsköpunarverðlauna Íslands

    • Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs: Freyr Eyjólfsson

Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar.

Skráning á Nýsköpunarþing

*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar

Hlekkur á streymi birtist hér fyrir neðan þegar nær dregur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica