Ellefta norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan
Ráðstefnan verður haldin í Tromsö, 1. - 2. febrúar 2026, en Arctic Frontiers ráðstefnan hefst í beinu framhaldi og stendur 2.-5. febrúar í Tromsö.
Ráðstefnan er haldin af Kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðinni (CNARC) og Heimskautastofnunar Noregs og er hún helguð vísindasamvinnu og áhrif mannsins á norðurslóðir.
Á ráðstefnunni verða fjögur
áherslusvið:
- Samstarf Kína og Norðurlanda á tímum breytinga:
- Vísindasamstarf um Norður-Íshafið: Frá þekkingu til aðgerða til undirbúnings fimmta alþjóðlega heimskautaársins 2022-23.
- Mannleg fótspor á norðurslóðum – áhrif mengunarvalda og aðskotaefna á vistkerfi norðurslóða.
- Skipasiglingar á norðurslóðun og sjálfbærnimál þeim tengdum.
Fyrir áhugasama er bent á að frestur til að senda inn ágrip að erindi fyrir ráðstefnuna er til og með 31. október 2025.
Ágrip skal senda á Nalân Koç, sérstakur ráðgjafi - alþjóðasamstarf, Heimskautastofnun Noregs, nalan.koc@npolar.no og skrifstofu Kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar, cnarc2025@126.com