Markaðssetning umhverfisvæns áburðar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.8.2021

Atmonia ehf. lauk í lok apríl 2021 verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði. Tilgangur verkefnisins var að þróa viðskiptasambönd fyrir tækni Atmonia sem er í þróun og kemur á markað á næstu árum. 

Verkefnið gekk vonum framar og hefur viðskiptasamböndum verið komið á við fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu, sem öll bíða þess nú að Atmonia hefji framleiðslu á sinni fyrstu vöru. Tvö verkefni sem snúa að byggingu verksmiðja með framleiðslugetu upp á tugþúsundir tonna af ammoníaki standa þar upp úr sem þau umfangsmestu. Samningaviðræður eru kominar vel á veg og bíða mótaðilar á hvorum stað eftir frumgerð af tæki Atmonia til prófunar, annar í Bandaríkjunum og hinn í Evrópu. Annars vegar er um að ræða áburðarframleiðanda sem vill hafa eigin framleiðslu á nitri í vörur sínar í stað þess að þurfa reiða sig á þriðja aðila, og hins vegar matarframleiðenda sem vill lækka kolefnisfótspor vara sinna með því að sjá til þess a bændur þeir sem rækta hráefni í vörur þeirra noti umhverfisvænt nitur sem áburð. Hvort fyrirtækið telur yfir tíu þúsund starfsmenn. Logo tækniþróunarsjóðs

Verkefnið hefur því nú tryggt upptöku á vöru Atmonia á markaði þegar hún verður tilbúin, en hröð og mikil upptaka markaðins á vörum Atmonia mun fljótt hafa umfangsmikil áhrif á kolefnis-fótspor í ræktun, þar sem núverandi niturframleiðsla til ræktunar er einn helsti staki mengurnarvaldur í heiminum í dag.

Um Atmonia: Atmonia ehf. er frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að þróun tækni til framleiðslu umhverfisvæns ammoníaks úr andrúmslofti, vatni og rafmagni. Ammoníak er notað í framleiðslu á nituráburði, en án slíks áburðar myndu uppskerur á matvælum heimsins vera langtum minni. Núverandi framleiðsluaðferðir á ammoníaki eru hins vegar ábyrgar fyrir meira en 1% af losun gróðurhúsalofttegundum af mannavöldum ár hvert og því mikilvægt að finna umhverfisvæna tækni til framleiðslu þess. Atmonia vinnur ennfremur að þróun tækni til framleiðslu nítrats, sem er í dag framleitt úr ammoníaki með sérlega óumhverfisvænum ferlum.

HEITI VERKEFNIS Markaðssetning umhvervisvæns áburðar

Verkefnisstjóri: Hákon Birgisson

Styrkþegi: Atmonia ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica