Sterkt, ódýrt og grænt malbik með úrgangsplasti - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

27.10.2021

Malbiksbransinn hefur þróað nýja gerð af malbiki sem notar úrgangasplast til þess að styrkja vegi. Hið svokallaða Plast malbik notar öll hefðbundin hráefni og verkfæri fyrir framleiðslu. Úrgangsplastið kemur í staðinn fyrir nýtt plast sem hefur verið notað í vegi síðustu áratugi, líkt og annarsstaðar í heiminum, og dregur úr notkun biks sem er afurð jarðefnaeldsneytis. 

Á árunum 2018 til 2021 hafa áhrif plast úrgangs á malbil verið rannsökuð á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að plastið styrkir malbik og dregur úr myndum hjólfara. Úrgangsplastið kemur í staðinn fyrir nýframleitt plast sem hefur verið notað í malbik um allan heim frá því á níunda áratugnum og því verður ekki aukning á örplasti í umhverfinu. Notað er blandað plast sem annars yrði brennt erlendis til orkuframleiðslu, en endurvinnsla plastsins í malbik þykir umhverfislega betri kostur reiknað í CO2 ígildum.

Logo tækniþróunarsjóðsPlast er efni sem búið er til úr lífrænum fjölliðum, getur tekið á sig fjölbreytta mynd, er létt og ódýrt. Á sama tíma er það hægniðurbrjótanlegt og megnið af því fær ekki viðeigandi úrgangsmeðhöndlun vegna misbresta við söfnun. Magn óendurvinnanlegs blandaðs plastúrgangs hefur á undanförnum árum orðið vandamál á heimsvísu. Það safnast í sjó, á landi, er urðað og þegar það er brennt leysist koltvíoxíð, díoxín og önnur hættuleg efnasambönd út í andrúmsloftið.

Hvað er hægt að gera

Í fyrsta lagi þarf að stöðva sölu á einnota plastvörum og draga úr úrgangsmyndum plasts. Hinsvegar þegar plast er orðið að úrgangi þá er þörf á nýsköpun á sviði endurnotkunar á stórum skala, og ekki er hægt að neita því að malbik er algengt efni.

Markmið rannsóknarinnar var að finna nýstárlegar lausnir til styrkingar á bundnu slitlagi með úrgangsplasti. Með þessu móti er hægt að finna malbikslausn sem notast við úrgangs auðlindir sem styður við umhverfislegan- og efnahagslegan sparnað.

Vegur var lagður við móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi

Tilraunavegur var lagður við í Grafarvogi við móttöku- og flokkunarstöð í ágúst 2021. Malbik með og án úrgangsplasts var lagt á sama tíma, hlið við hlið og bíður þess nú að tíminn leiði í ljós þær niðurstöður sem fengnar voru á tilraunstofum Colas, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Malbikunarstöðvarinnar Höfða.

Þess vegur sem lagður hefur verið er gerður úr mörgum tegundum af plasti sem ekki hefði verið hægt að endurvinna á annan hátt. Niðurstöður verkefnisins eru þannig að hægt verður að nota úrgangsplast eða jafnvel plastmengun úr hafinu, til þess að styrkja bundin slitlög.

Vegurinn er táknmynd hringrásarhagkerfisins og beinir auðlindum frá haugunum og aftur í notkun. Notkun plastsins styður einnig við innlenda endurvinnslu og dregur úr útflutningi úrgangs.

Verða vegir allir blandaðir með með úrgangsplasti héðan af?

Bundin slitlög eru hönnuð eftir álagi og eiginleikum sem ná skal fram hverju sinni og því verður úrgangsplast ekki notað allsstaðar. Það sem ræður því hvort varan verði notuð er eftirspurn, og því verða kaupendur á borð við Vegagerðina, sveitarfélög og einkafyrirtæki að biðja um Plast Malbik til þess að endurvinnsla plasts á Íslandi aukist.

Hvað er mikið plast notað?

Um 8-16% af bikinnihaldi er skipt út fyrir plast. Það er að segja, ef blanda skal 10 kg af malbiki eru 40-80 g af plasti notað ef styrkja á malbikið. Plastið bráðnar saman við bikið og malbikið lítur eðlilega út þegar það er blandað, unnið og lagt út.

Verkefnið var útfært og framkvæmt í samstarfi ReSource International ehf., og Colas Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Malbikunarstöðinni Höfða og SORPU bs. Og var styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís fyrir tímabilið 2018-2020.

Verkefnið þykir framfararskref hvað varðar endurvinnslu á plasts og styður við hrinrásarhagkerfið.

HEITI VERKEFNIS: Sterkt, ódýrt og grænt malbik með úrgangsplasti

Verkefnisstjóri: Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir

Styrkþegi: ReSource International ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 9.675.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica