Markaðstorg fyrir sjálfvirka verkferla - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

28.11.2022

Markmið verkefnisins var að þróa Markaðstorg 50skills fyrir sjálfvirka verkferla til að efla ráðningar og innleiðingu á nýju starfsfólki.

Það fól meðal annars í sér að þróa vörutorg af þjónustum, sem viðskiptavinir geta skoðað, valið, stillt og tengt við 50skills og þannig tengt helstu þjónustur sem þeir nota nú þegar við innleiðingu á nýju starfsfólki.

Logo tækniþróunarsjóðs

Verkefnið kláraðist að mestu skv. áætlun. Síðan verkefnið hófst hefur hugbúnaður 50skills og notkun á honum vaxið ásmegin. Þúsundir stjórnenda nota nú 50skills í hverjum mánuði, og hefur lausnin unnið úr yfir 500.000 starfsumsóknum. 5/10 stærstu fyrirtækjum Íslands notað lausnina og alls yfir 150 vörumerki, ýmis þekkt á alþjóðavísu.

Vísbendingar eru um að 50skills geti náð fótfestu á alþjóðavettvangi sem leiðandi hugbúnaðarlausn á sviði ráðninga og innleiðingar á nýju starfsfólki.

Fyrir lok verkefnisins sótti 50skills fjármögnun uppá 360 milljónir íslenskra króna frá fagfjárfestum, til að styðja við frekari þróun og vöxt félagsins á alþjóðavísu.

HEITI VERKEFNIS: Markaðstorg fyrir sjálfvirka verkferla

Verkefnisstjóri: Kristján Freyr Kristjánsson

Styrkþegi: 50skills ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 25.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica