Söluátak vegna kjúklingakælingar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

1.9.2022

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur Thor Ice Chilling þróað einkaleyfisvarða kælilausn IceGun® ískrapakerfi fyrir kælingu á ferskri matvöru. 

Undanfarin ár hefur fyrirtækið nýtt sína tækni til að leysa stór og alvarleg kæli- og bakteríuvandamál í kjúklingavinnslu og hefur kerfið verið selt til kjúklingaframleiðenda víða um Evrópu. Niðustöður prófana hafa sýnt að IceGun® tæknin minnkar skaðlegar bakteríur á kjúklingakjöti, eykur endingartíma, dregur út matarsóun, eykur nýtni og leiðir til orku- og vatnssparnaðar.

Logo tækniþróunarsjóðsThor Ice er EIT Food Rising Star, hefur fengið fjármagn frá Norræna græna bankanum (Nefco) og fékk stóran Horizon 2020 styrk fá Evrópusambandinu fyrir samstarfsverkefni með Matís, Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og stórum frönskum kjúklingaframleiðanda.

Markaðsstyrkur Tækniþróunarsjóðs 2021-2022 var verðmætur stuðningur við sölu- og markaðsátak fyrirtækisins í kjúklingaiðnaði. Ýmis reiknilíkön voru þróuð til að efla söluferlið með nákvæmum útreikningum á ávinningi og stærð/gerð kerfis eftir kröfum hvers og eins framleiðanda. Payback líkan Thor Ice sýni ítarlega útreikninga á ávinningi tækninnar hvað varðar minni bakteríur, lengri endingartíma, aukina nýtingu og orku- og vatnssparnað. Grein um reikni-módellíkan fyrir kæliklefa, þróað í samstarfi við Dr. Jakob K. Kristjánsson, var birt og kynnt á 13. ráðstefnu IIR PCM 2021. Greinina má nálgast á heimasíðu IIR. Ítarleg markaðsgreining var framkvæmd og söluviðræður hafnar við stóra framleiðendur í Evrópu.

Thor Ice var valið sem tilnefning Íslands til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021 þar sem þemað var sjálfbær matvæli. Ráðist var í öflugt kynningarstarf með kynningum, umfjöllunum og viðtölum sem birtust á ýmsum miðlum: Morgunblaðið, Viðskiptablaðið, Horizon Magazine, Morgunvaktin Rás 1, EIT Food Fight Podcast, Nefco COP26 viðburður, kynningar í Sjávarklasanum o.fl. Thor Ice tók þátt í FoocTech Acclerator á Ítalíu og fékk útlutaðan GUDP styrk frá Landbúnaðarráðuneyti Danmerkur fyrir samstarfsverkefni með Tækiháskólanum í Danmörku og kjúklingaframleiðandanum Danpo.

Sjá: https://thorice.is/

HEITI VERKEFNIS: Söluátak vegna kjúklingakælingar

Verkefnisstjóri: Ester Ósk Pálsdóttir

Styrkþegi: Tho Ice Chilling Solutions ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica