Mín heilsa - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.10.2022

Síðustu þrjú ár hefur fyrirtækið Nordverse AI unnið að máltæknilausn sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði. 

Lausnin er komin langt á veg en hún getur auðveldað mörkun stórra málheilda og gagnast í uppsetningu og þróun máltækniverkefna. Hún verður brátt tilbúin til prófunar en fyrirtækið er að leita að samstarfsaðilum sem búa yfir mikið af textagögnum og hafa áhuga á að prófa lausnina.Logo tækniþróunarsjóðs

Covid faraldurinn hafði mikil áhrif á verkefnið en upphaflegt markmið þess var þróun máltæknilausnar sem byggði á sjúkraskýrslugögnum og gæti einfaldað þau. Sökum faraldursins voru heilbrigðisstofnanir ekki aðgengilegar fyrir þróun tæknilausna. Teymið þurfti því að endurhugsa markmið sín og lenti það á endanum á lausn sem hægt er að nota fyrir máltækni á öllum sviðum, ekki bara innan heilbrigðiskerfisins. Lausnin getur haft áhrif á þróun máltækni jafnt innanlands sem utan en hún er ekki byggð sérstaklega fyrir íslensku og virkar fyrir flest tungumál.

Aðilar áhugasamir um samstarf geta haft samband á netfangið contact@nordverse.com.

https://nordverse.com/

HEITI VERKEFNIS: Mín heilsa

Verkefnisstjóri: Kjartan Þórsson

Styrkþegi: Nordverse AI

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica