Nýting á náttúruauðlind til verðmætasköpunar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.11.2022

Árið 2020 hlaut MýSilica ehf Sprotastyrk Tækniþróunarsjóðs til tveggja ára fyrir verkefnið “Nýting á náttúruauðlind til verðmætasköpunar” og er því núna lokið.

Markmið verkefnisins var að þróa hágæða steinefnaríkar húðvörur unnar úr skiljuvatni frá Bjarnaflagsvirkjun og er því verið að nýta steinefnaríkan vökva sem fellur frá jarðvarmavirkjunum og er annars ónýttur. Til að geta nýtt vatnið í húðvörur þarf að hreinsa það af þungmálmum og fólst stór hluti verkefnisins í að þróa valkvæða hreinsunaraðferð, þar sem að einungis þungmálmarnir eru hreinsaðir úr, en mikilvægu steinefnin verða eftir sem eru síðan nýtt í húðvörurnar. Prófaðar voru nokkrar aðferðir við hreinsunina og valin var sú sem kom best út og haldið var áfram að vinna hana áfram.

Logo tækniþróunarsjóðs

Verkefnið tókst vel upp og tókst að þróa aðferð til að hreinsa þungmálmana úr vatninu, ásamt sérhönnuðum framleiðslubúnaði til hreinsunarinnar. Þróaaðar hafa verið fjórar gerðir af vörum sem koma fyrst á markað og eru það bodylotion, handaáburður, andlitsmaski og baðbomba. Vinna var sett í að hanna útlit og umbúðir fyrir vörurnar ásamt því að gera ítralega markaðsrannsókn fyrir vörurnar og styttist í að vörurnar komi á markað.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Landsvirkjun, GeoSilica og Háskólinn á Akureyri.

HEITI VERKEFNIS: Nýting á náttúruauðlind til verðmætasköpunar

Verkefnisstjóri Fida Abu Libdeh

Styrkþegi: MýSilica ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica