Nýr umhverfisvænn kragasalli - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.10.2022

Verkefnið gekk út á að þróa nýjan umhverfisvænan kragasalla sem verndar skautgaffla í rafgreiningarkerum álvera. Kragasalli gerir áverum kleift að nýta rafskaut sín betur og takmarkar því hvað verður til af skautleif, og dregur þannig úr kostnaði við að flytja skautleifina úr landi þar sem hún er notuð til að framleiða frekari rafskaut.

Í ára raðir samanstóð kragasalli af skautleif sem fylliefni og koltjörubiki sem bindiefni. Árið 2020 varð koltjörubik sett á bannlista ECHA sbr. Annex XIV reglugerðar REACH, vegna losunar á krabbameinsvaldandi PAH efnum. Þar sem kragasalli er notaður í návígi við starfsfólk álvera er mikil þörf á nýrri kragasalla lausn.Logo tækniþróunarsjóðs

Álvit rannsakaði margar mismunandi lausnir í verkefni þessu, þar á meðal forsteyptar kermík lausnir en aðal afrakstur verkefnisins er nýtt hitaþolið bindiefni sem gæti orðið arftaki koltjörubiks í hinum ýmsu geirum. Þróunarvinnan var krefjandi þar sem ekki eru til mörg efni sem að þola 1000°C og þá efnaárun sem fylgir snertingu við fljótandi raflausn/kríólít (sem er alveg einstaklega hrarfgjarnt og tærandi við þessar aðstæður). En það tókst og hvað meira er er nýja bindiefnið framleitt úr endurnýjanlegu hráefni, á meðan koltjörubik er aukaafurð úr vinnslu á kolum.

Í lok verkefnisins var kragasalli, framleiddur úr skautleif og nýja bindiefninu, prófaður á 10 skautum hjá Rio Tinto á Íslandi. Tilrauninn var stillt upp þannig að síðustu 3 daga af 30 daga líftíma skautana var rafskautahæðin stillt þannig að kragasallinn var í beinni snertingu við 960°C raflausnina. Tilraunin setti því kragasallan í eins krefjandi aðstæður og mögulegt var, og var því sú niðurstaða að engar skautgaffla skemmdir greindust sérstaklega ánægjuleg. Frekari tilraunalotur í samstarfi við Rio Tinto á Íslandi eru í vændum í kjölfar þessa Sportaverkefnis.

Þrátt fyrir að upprunalega markmið verkefnisins var að þróa umhverfisvænan kragasalla er verkefnahópurinn mjög spenntur að kanna til hlítar notkunarmöguleika á nýja háhita bindiefninu. Koltjörubik hefur verið notað í ýmsum geirum, þá sérstaklega melmisgeiranum, vegna hitaþols og þoli gegn efnisáraun. Megnið af því koltjörubiki sem notað er í dag fer í framleiðslu á kolarafskautum fyrir melmisiðnað. Álvit hyggst að kanna hvort að nýja bindiefnið henti í slíka framleiðslu, sem og önnur notagildi, til dæmis húðun á viðkvæmum íhlutum í orkufrekum iðnaði og jarðvarmageiranum.

Árangur og helsti afrakstur verkefnisins:

· Hönnun og þróun á forsteyptum kermík einingum, framleiddar með þrívíddar prentuðum mótum.

· Þróun á háhitabindiefni sem gæti verið arftaki koltjörubiks.

· Þróun á nýjum kragasalla sem notar nýja háhitabindiefnið.

· Tilraunalota með nýja kragasallann hjá Rio Tinto á Íslandi. Engin skemmd greindist á skautgöfflum eftir 30 daga tilraun í mjög krefjandi raunaðstæðum.

Samstarfsaðilar verkefnisins voru Álvit ehf., Gerosion ehf., Rio Tinto á Íslandi, Norðurál, Samál, Álklasinn og Háskóli Íslands.

HEITI VERKEFNIS: Nýr umhverfisvænn kragasalli

Verkefnisstjóri: Dr. Kristján Friðrik Alexandersson

Styrkþegi: Álvit ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica