Tækniþróunarsjóður: nóvember 2020

17.11.2020 : Þróun titringsbeltis til að miðla upplýsingum - verkefni lokið

Agado ehf hefur lokið verkefninu „Þróun titringsbeltis til að miðla upplýsingum“. Í verkefninu var þróaður titringsbúnaður sem miðlar upplýsingum til notanda með titringi. 

Lesa meira

6.11.2020 : Virkni nýrra lyfjaafleiða gegn lungnasjúkdómum - verkefni lokið

EpiEndo hefur þróað og fengið einkaleyfi fyrir lyfjaafleiðum af þekktu sýklalyfi sem áður hefur verið sýnt fram á að hafi þekjustyrkjandi áhrif. 

Lesa meira

5.11.2020 : Styrkir úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Tækniþróunarsjóður vekur athygli á styrkjum sem utanríkisráðuneytið veitir íslenskum fyrirtækjum sem vilja leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Um er að ræða stóra verkefnastyrki allt að 200.000 evrur til allt að þriggja ára. Einnig eru smærri forkönnunarstyrkir í boði til að móta hugmyndir sem gætu leitt til stærri þróunarverkefna.

Lesa meira

5.11.2020 : Talgreinir og framsetning gagna við sjúkdómsgreiningu - verkefni lokið

Verkefnið „Talgreinir og framsetning gagna við sjúkdómsgreiningu“ sem styrkt var af Tækniþróunarsjóð er nú lokið. Markmið verkefnisins var að þróa og innleiða sérhæfðan talgreini fyrir íslenska röntgenlækna til að draga úr vinnuálagi þeirra og stytta vinnuferla við myndgreiningu.

Lesa meira

5.11.2020 : Smart.Guide, gervigreind fyrir ferðamenn - verkefni lokið

Smart.Guide er vefkerfi og smáforrit fyrir Android og iOS tæki sem er ætlað að tengja leiðsögumenn við alla þá sem vilja kaupa þeirra þjónustu. SmartGuide er hannað bæði með fagaðila (t.d ferðaskipuleggjendur) og almenna ferðamenn í huga.

Lesa meira

4.11.2020 : Rafrænt réttarkerfi Justikal - verkefni lokið

Justikal hefur lokið verkefni vegna þróunar á hugbúnaði fyrir starfrænt réttarkerfi. Verkefnið hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði á árunum 2018-2020. 

Lesa meira

4.11.2020 : Biorefinery and biotechnological exploitation of marine biomasses (Mar3Bio) - verkefni lokið

Nýlokið er alþjóðlega rannsóknarverkefnið Biorefinery and biotechnological exploitation of marine biomasses (Mar3Bio) sem Matís var aðili að. Þetta var EraNetMBT samstarfsverkefni nokkurra rannsóknahópa í Evrópu um að byggja upp þekkingargrunn varðandi hagnýtingu fjölskykra úr þangi og krabbaskel og þróa líftækniferla til sjálfbærra nýtingar þeirra. 

Lesa meira

3.11.2020 : Runmaker hugbúnaður - verkefni lokið

Runmaker er símaforrit fyrir hlaupara og annað íþróttafólk. Runmaker vinnur með öllum helstu tegundum snjallúra og greinir hjartsláttargögn með nýrri greiningartækni Driftline. Driftline hefur uppgötvað aðferð til að mæla þol með beinum hætti. 

Lesa meira

3.11.2020 : Thermofactories - verkefni lokið

EraNet MBT verkefninu „Thermofactories“ er nýlokið en það snérist um að þróa og sýna fram á möguleika hitakærra örvera til að nýta sykrur úr brúnþörungum til framleiðslu á verðmætum lífefnum.

Lesa meira

2.11.2020 : Mæling þurrefnis í vökva - verkefni lokið

Fyrirtækið Plan ehf. hefur þróað mælibúnað sem hægt er að nota í mjólkuriðnaði til að stýra framleiðslu. Búnaðurinn hjálpar framleiðendum að ná réttu þurrefnisinnihaldi og tryggja þannig rétt gæði og lágmarka sóun efnis og orku.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica