Talgreinir og framsetning gagna við sjúkdómsgreiningu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

5.11.2020

Verkefnið „Talgreinir og framsetning gagna við sjúkdómsgreiningu“ sem styrkt var af Tækniþróunarsjóð er nú lokið. Markmið verkefnisins var að þróa og innleiða sérhæfðan talgreini fyrir íslenska röntgenlækna til að draga úr vinnuálagi þeirra og stytta vinnuferla við myndgreiningu.

Logo tækniþróunarsjóðsSú vinna sem farið hefur fram í verkefninu hefur skilað af sér að sérhæfður talgreinir Tiro fyrir myndgreiningu (ásamt talgreini fyrir almenna íslensku) er aðgengilegur bæði í gegnum vefviðmót og sem vefþjónusta, ætluð til tengingar við kerfi þriðja aðila. Þessu til viðbótar var þróaður vefritill sem gerir notendum kleyft að framkvæma nauðsynlegar leiðréttingar á textanum í vefviðmóti. Tæknilegum áskorunum verkefnisins mætti skipta í fjóra flokka: nákvæmni, lágmörkun greiningartíma, notandaviðmót og samþætting/tenging við upplýsingakerfi. Framkvæmdar voru notendaprófanir af hálfu tveggja sérgreina lækninga, bæði í gegnum vefviðmót Tiro og með tengingu við Heilsugátt, upplýsingakerfi LSH. Ljóst er að með almennri notkun þessarar lausnar innan heilbrigðisgeirans mun gífurlegur vinnusparnaður skapast fyrir starfsmenn við skýrsluskrif, dregið getur úr villum vegna langra vinnuferla og aðkomu milliliða (ritara). Tiro stefnir að því í samstarfi við LSH að þróa sérhæfða talgreina fyrir fleiri sérfræðisvið og þar með gera notkun talgreina almenna innan spítalans sem annars staðar í heilbrigðiskerfinu.

HEITI VERKEFNIS: Talgreinir og framsetning gagna við sjúkdómsgreiningu

Verkefnisstjóri: Eydís Huld Magnúsdóttir

Styrkþegi: Tiro ehf.

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 37.845.000 ISL kr. alls

 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica