Rafrænt réttarkerfi Justikal - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

4.11.2020

Justikal hefur lokið verkefni vegna þróunar á hugbúnaði fyrir starfrænt réttarkerfi. Verkefnið hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði á árunum 2018-2020. 

Stafrænt réttarkerfi Justikal gerir lögmönnum og öðrum aðilum í dómsmálum kleift að leggja dómsskjöl fram með rafrænum hætti með fullgildum tímastimplum. Dómarar og starfsmenn dómstóla geta meðhöndlað gögnin rafrænt og öll skjöl fá rafrænt innsigli. Þar að auki geta aðilar dómsmáls fengið aðgang til að fylgjast með framvindu og þróun sinna mála. Öllu aðgengi er stýrt með rafrænum skilríkjum til að gæta fyllsta öryggis við meðferð gagna.

Logo tækniþróunarsjóðs

Hingað til hafa dómstólar aðeins gert ráð fyrir framlagningu gagna á pappírsformi en með nýjum lögum nr. 55/2019, sem innleiddu svokallaða eIDAS reglugerð nr. 910/2014, er kominn lagalegur grundvöllur fyrir rafrænni meðferð dómsskjala. Lausn Justikal byggir á vottuðum traustþjónustum í samræmi við lög nr. 55/2019.

Ljóst er að lausn Justikal gæti haft mikil jákvæð áhrif á störf lögmanna, starfsfólk dómstóla og annara málsaðila. Rafræn meðferð gagna gerir málsmeðferðina, hraðari, öruggari og skilvirkari. Auk þess er hægt að auka gagnsæi og yfirsýn málsaðila með sjálfvirkum tilkynningum o.s.frv.

Áætlaður sparnaður fyrir samfélagið á ársgrundvelli gæti numið samtals: 3,3 milljörðum kr.

HEITI VERKEFNIS: Rafrænt réttarkerfi Justikal

Verkefnisstjóri: Margrét Anna Einarsdóttir

Styrkþegi: Justikal ehf 

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 42.940.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica