Thermofactories - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

3.11.2020

EraNet MBT verkefninu „Thermofactories“ er nýlokið en það snérist um að þróa og sýna fram á möguleika hitakærra örvera til að nýta sykrur úr brúnþörungum til framleiðslu á verðmætum lífefnum.

Matís og Háskóli Íslands (HÍ) voru aðilar að verkefninu auk þátttakenda frá Danmarks Tekniske Universitetet (DTU) frá Danmörku, SINTEF Materials and Chemistry frá Noregi, Lund University frá Svíþjóð, Norwgian University of Science and Technology (NTNU) frá Noregi auk fyrirtækjanna Biotrend og SilicoLife frá Portúgal. Verkefnið hófst árið 2016 og lauk 2019. Tækniþróunarsjóður styrkti íslensku þátttakendurna, Matís og Háskóla Íslands.Logo tækniþróunarsjóðs

Verkefnið var margþætt en kjarni þess var erfðaverkfræði er laut að þróun frumuefnasmiðja til framleiðslu lífefna sem hafa hagnýtingu í iðnaði. Dæmi um slík efni eru margs konar alkóhól og smásýrur sem nýta má í efnaiðnað eða flóknar sameindir eins og carotenefni sem notuð eru í fóðri og fæðu. Frumefnasmiðjur eru færar um að mynda tiltekin lífefni eða framleiða forveraefni í meira magni en gert er í villigerðinni.

Auka erfðaverkfræði snérist verkefnið um að besta lífmassa úr brúnþörungum til ræktunar þessara frumuefnasmiðja, auk sykurinnhald útdráttarvökva, þróa æti og kanna gerjanleika þess með ræktun örveranna. Megináhersla Matís og HÍ var að þróa hitakæra framleiðslustofna með erfðatækni og kerfislíffræðilegri nálgun. Markefni voru alkóhól efni og caroten sameindin lycopen sem finnst m.a. í tómötum. Lycopen er forveraefni í nýmyndun flóknari croten sameinda eins og t.d. beta-caotensog astaxanthin. Matís tók einnig þátt í besta æti og vann að ræktunartilraunum. Kerfislíffræðilegar rannsóknir á viðkomandi efnaskiptabrautum sýndu hvernig besta mætti framleiðslu markefna og á grunni þeirra voru gerðar viðeigandi breytingar með erfðatækni. Mat á spágildum kerfislíffræðilegra líkama og framleiðslu markefna var síðan könnuð með ræktunartilraunum. Niðurstöður verkefnisins voru birtar á ráðstefnum og í fjölda ritrýndra greina og bókarköflum. Að verkefninu komu doktors- og meistaranemar við HÍ. Meðal áhugaverðra niðurstaðna var bestun á framleiðslu lycopen í loftháðu hverabakteríunni Rhodothermus marinus. Afleiddur framleiðslustofn óx á tveimur megin fjölsykrum brúnþörunga, laminarin og alginati og framleiddi lycopen í umtalsverðu magni.

HEITI VERKEFNIS: Thermofactories

Verkefnisstjóri: Guðmundur Hreggviðsson

Styrkþegi: Matís og Háskóli Íslands

Tegund styrks: Marine Biotech ERA-net

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 36 MILL ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica