Smart.Guide, gervigreind fyrir ferðamenn - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

5.11.2020

Smart.Guide er vefkerfi og smáforrit fyrir Android og iOS tæki sem er ætlað að tengja leiðsögumenn við alla þá sem vilja kaupa þeirra þjónustu. SmartGuide er hannað bæði með fagaðila (t.d ferðaskipuleggjendur) og almenna ferðamenn í huga.

Fagaðilar eru að nýta Smart.Guide til að finna lausa leiðsögumenn í þær ferðir sem þeir eru að selja og ferðamenn geta sent beint beiðnir á leiðsögumenn og óskað eftir þeirra þjónustu í ferðir sem eru þá meira sérsniðnar að þörfum ferðamannana. 

Logo tækniþróunarsjóðsStyrkur Tækniþróunarsjóðs sneri að þróun og hönnun á gervigreind kerfisins og þjálfun á snjallyrkjum (e. bot) til að skilja beiðnir og leiða saman rétta aðila. Ætlunin er að kerfið geti t.d. lesið úr stuttu samtali einstaklinga við snjallyrkja hvað það er sem ferðamenn eru að leitast eftir og stinga uppá rétta leiðsögumanninum til að uppfylla óskir ferðmanna. Til dæmis gæti ferðamaður sagst vilja fara í ferð á Íslandi um hálendi og taka myndir, gervigreind SmartGuide les þá í samtalið og finnur leiðsögumann á viðkomandi svæði og þá velur þá ef hægt er aðila sem hefur merkt sig sem vanan ljósmyndun. Til þess að geta gert þetta þurftum við að hanna bakenda og kenna honum að skilja samtöl milli aðila. Styrkur Tækniþróunarsjóð gerði okkur fjárhagslega mögulegt að sinna þessari þróunn sem og að búa til Avatar fígúru sem við köllum Thor, þar sem þú getur talað í töluðu máli við framenda gervigreindarinnar og sagt hverju þú leitar að. Vinnan við framenda gervigreindarinnar er þó alls ekki komin á endastöð og mun halda áfram næstu misseri.

Á Travel Tech ráðstefnu Íslenska ferðaklasans í Hörpunni gafst okkur kostur á að sýna Thor í virkni, bæði í snjalltækjum og í sýndarveruleika gleraugum, þar sem þú gast spjallað við Thor “eins og hann stæði fyrir framan þig”. Þetta vakti mikla lukku gesta og þótti skemmtileg samskiptaleið við vefkerfi hannað til að þjónusta þessa gömlu og skemmtilegu starfsgrein sem leiðsögnin er.

Sökum ástandsins í heiminum vegna Covid-19, þá hefur hægst verulega á allri ferðamennsku í heiminum og um leið öllum þörfum á leiðsögumönnum, bæði hjá fagaðilum og sjálfskipuleggjandi ferðamönnum. Því hafa ekki farið eins margar beiðnir í gegnum kerfið og áætlanir gerðu ráð fyrir.

Gervigreind Smart.Guide er samt sem áður virk og í notkun og hefur styrkur Tækniþróunarsjóðs verið okkur gríðarlega mikilvægur síðustu 2 ár. SmartGuide væri ekki komið á þann stað sem það er í dag án aðkomu Tækniþróunarsjóðs og hafa öll samskipti og samvinna með sjóðnum verið mjög góð.

Stjórnendur SmartGuide vonast eftir að halda áfram að vinna með sjóðnum á komandi árum, þar sem unnið er að umsóknum bæði í Markaðsstyrk og í Vöxt, sem gjarnan tekur við af Sprota styrknum.

HEITI VERKEFNI: SmartGuide, gervigreind fyrir ferðamenn

Verkefnisstjóri: Haukur Viðar Jónsson

Styrkþegi: Smart.Guide ehf 

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 19.170.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica